fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 25. ágúst 2025 19:30

Halla Gunnarsdóttir formaður VR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, bendir á svívirðilegt óréttlæti sem er bundið í íslenska skattkerfinu. Það er að fólk sem greiðir sér fjármagnstekjur greiði ekkert í samneyslu útsvarsins.

Í tilefni af hátekjulistanum sem birtur var nýlega í fjölmiðlum, unninn upp úr gögnum Skattsins, skrifar Halla færslu á samfélagsmiðlum. Samanburðurinn sem hún birtir er sláandi.

„VR félagi með 820 þúsund krónur í mánaðartekjur greiðir tæplega 1,5 milljónir á ári í útsvar, sem aftur er nýtt til að halda úti þjónustu sveitarfélagsins,“ segir Halla. „Maður sem er með 11 milljónir króna í tekjur á mánuði en velur að reikna sér aðeins lítinn hluta sem laun, eða um 690 þúsund krónur, greiðir ekki nema rúmlega 1,2 milljónir í útsvar.“

En þetta er ekki allt. Til eru enn svæsnari dæmi.

„Einnig eru dæmi um fjármagnstekjuhafa sem greiða bara alls ekki neitt í útsvar. Þeir aka samt sömu vegi, nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum,“ segir hún. „Óréttlætið í þessu blasir við og það er löngu tímabært að útfæra réttlátar leiðir til að taka á þessu.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn