fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. ágúst 2025 20:30

Ekkert hefur spurst til Tom og barnanna síðan í desember 2021.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 9. desember 2021 lét fjölskyldufaðirinn, Tom Phillips, sig hverfa ásamt börnum sínum þremur frá heimili þeirra í bænum Marokopa á Norðureyju Nýja-Sjálands. Ástæðan var sú að hann var að missa forsjá yfir börnum sínum og greip hann því til þessa örþrifaráðs.

Enginn hefði getað gert sér í hugarlund að nú tæpum fjórum árum síðar hefur enn ekkert spurst til Phillips og barnanna annað en einstakar myndir sem taldar eru vera af þeim.

Talið er að Tom hafi dvalið allan þennan tíma í óbyggðum Nýja-Sjálands ásamt börnunum  Jaydu, sem nú er 12 ára, Maverick, 10 ára, og Ember, 9 ára. Þrátt fyrir víðtæka leit hefur lögreglu ekki tekist að hafa hendur í hári þeirra og umtalsverð fundarlaun, um 6 milljónir íslenskra króna, fyrir upplýsingar um þau hafa litlu skilað hingað til þó að tilkynningum um ferðir fjórmenninganna fari fjölgandi.

Í febrúar sást til fjögurra einstaklinga í felubúnaði við fjölfarinn þjóðveg og síðasta haust sögðust villisvínaveiðimenn hafa séð Phillips og börnin ganga í einni röð yfir beitiland.

„Sorglegt að þú hafir talið þig þurfa að gera þetta“

Fjölskylda Tom hefur verið þögul sem gröfin um flótta hans en í vikunni breyttist það þegar móðir hans, Julia, steig fram í vinsælum fréttaskýringaþætti og birti skriflegt ákall til sonar síns.

„Tom – mér finnst sorglegt að þú hafir talið þig þurfa að gera þetta,“ skrifar Julia. „Þú hugsaðir ekki út í það hve mikið við elskum þig og getum stutt þig. Það særir í hvert sinn sem ég sé myndir af börnunum og af þér, og hugsa um það sem hefði getað orðið ef þú hefðir ekki horfið. Jayda, Maverick, Ember – ég elska ykkur og sakna ykkar á hverjum degi.“

Rozzi, systir Phillips, sendi sömuleiðis frá sér ákall til bróður síns.

„„Kannski sér hann þetta og áttar sig á því að hann getur komið heim, að við erum hér fyrir hann. Hann gengur að mikilli ást og stuðningi og við erum tilbúin að hjálpa honum að ganga í gegnum það sem þarf,“ sagði hún.

Rozzi sagðist telja að bróðir hennar hugsaði vel um börnin, enda væri hann öllu vanur úti í náttúrunni. Phillips er sagður reyndur útivistarmaður sem fór reglulega með börn sín í útilegur og veiðiferðir.

Hann hafði hins vegar iðulega komist í kast við lögin á árunum fyrir flóttann, til að mynda vegna líkamsárása og innbrots, sem stuðlaði meðal annars að því að hann missti forræðið yfir börnum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu
Fréttir
Í gær

Bubbi ánægður með hraðbankaræningjana – „Fallegt andsvar“

Bubbi ánægður með hraðbankaræningjana – „Fallegt andsvar“
Fréttir
Í gær

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt
Fréttir
Í gær

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“