fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Björgunarsveitir aðstoðuðu ferðamann sem rann um 4 metra niður bratta

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 16. ágúst 2025 13:53

Mynd: Slysavarnafélagið Landsbjörg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tólfta tímanum voru björgunarsveitirnar Dagrenning á Hvolsvelli, Flugbjörgunarsveitin á Hellu og Bróðurhöndin undir Eyjafjöllum boðaðar út á mesta forgangi vegna tilkynningar til Neyðarlínu um ferðamann sem hafði fallið niður nokkurn bratta á leið að Merkurkeri.

Merkurker er við Þórsmerkurleið og hafði viðkomandi runnið niður nokkra brekku niður að Sauðá og var grunur um ökklabrot.

Björgunarfólk ásamt sjúkraflutningamönnum áttu nokkuð greiða leið að viðkomandi, búið var um ferðamanninn á börum til flutnings í bíl.

Björgunarfólk óð Sauðá með börurnar og gekk svo fram gilið ríflega 100 metra að bílum.

Viðkomandi var svo fluttur með sjúkrabíl til aðhlynningar.

Björgunarsveitir höfðu lokið sinni vinnu á vettvangi upp úr klukkan 12.

Mynd: Slysavarnafélagið Landsbjörg.
Mynd: Slysavarnafélagið Landsbjörg.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt