Ef Rússland sigrar í stríðinu í Úkraínu, sýnir það að maður getur grætt mikið á að ráðast á friðsamt nágrannaríki sagði hún og bætti við að það muni fylla Rússa auknu sjálfsöryggi og hættan á að þeir ráðist á önnur lönd muni aukast.
Það er þarna sem Svíþjóð kemur inn í myndina. Þegar Stenergard var spurð hvort Svíþjóð geti verið næst í röðinni hjá Rússum, svaraði hún: „Við undirbúum okkur undir árás. Ekki á næstu árum en þetta er allt háð því hvort við getum sýnt að við getum veitt mótspyrnu. Þess vegna vígbúumst við í Svíþjóð og hinum NATÓ-löndunum á sögulegan hátt.“
Hún sagðist ekki hafa mikla trú á fundi Donald Trump og Vladímír Pútín sem funda í Alaska á föstudaginn.
„Ég er ekki sérstaklega bjartsýn varðandi þá stöðu sem við erum í og þetta stríð sem hefur nú staðið í á fjórða ár,“ sagði hún og bætti við að mikilvægt sé að Evrópa og Úkraína taki þátt í viðræðunum.