fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Trump sendir þjóðvarðliða inn í Washington DC og tekur yfir lögregluna

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. ágúst 2025 15:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sett lögregluna í Washington DC undir alríkisstjórnina og sent þjóðvarðliða inn í höfuðborgina. Markmiðið segir hann vera að koma á lögum og reglum í borginni þar sem mikil glæpaöld geisar.

CNN greinir frá þessu meðal annarra.

Blaðamannafundur stendur yfir í Hvíta húsinu þar sem Trump tilkynnti um þetta.

„Það er eitthvað orðið stjórnlaust en við ætlum að koma því aftur undir stjórn hratt, eins og við gerðum við suðurlandamærin,“ sagði Trump meðal annars á blaðamannafundinum.

Trump segir enn fremur að hann blygðist sína fyrir að þurfa að ræða um þessi mál í aðdraganda leiðtogafundar síns með Vladimir Putin Rússlandsforseta. Í því samhengi sagði hann: „Mér finnst ekki gott að standa hér og tala um hvað óörugg og skítug og viðbjóðsleg höfuðborgin okkar, sem einu sinni var svo falleg, er orðin.“

Fréttinni hefur verið breytt

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona verður veðrið í Reykjavík á Gleðigöngunni á morgun

Svona verður veðrið í Reykjavík á Gleðigöngunni á morgun
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir hollt fyrir samfélagið að eldgamla bankaránsmálið hafi verið upplýst

Segir hollt fyrir samfélagið að eldgamla bankaránsmálið hafi verið upplýst
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“