fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Fréttir

Eigendur brugghúss ósáttir við Kaleo og hafa engar skýringar fengið – „Við erum vonsvikin“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 5. ágúst 2025 15:00

Brugghúsið segir að ákvörðunin hafi áhrif á viðskiptavinina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brugghús í New York fylki er ósátt við að tónleikar íslensku hljómsveitarinnar Kaleo hafi verið færðir með litlum sem engum fyrirvara. Brugghúsið, sem heldur tónleikaviðburði, segist ekkert hafa fengið að segja um ákvörðunina að færa tónleika sveitarinnar í aðra borg.

Greint er frá þessu í staðarmiðlinum Syracuse.com. En það er borg, norðarlega í New York fylki.

„Við erum vonsvikin,“ segir í tilkynningu brugghússins Frog Alley Brewing, um ákvörðunina að færa tónleikana. „Við fengum bara að vita þetta í dag og ákvörðunin var tekin af skipuleggjendunum án okkar samþykkis eða álits.“

Tónleikarnir áttu að fara fram í dag í bænum Schenectady þar sem brugghúsið heldur viðburði af ýmsum toga, það er undir yfirskriftinni Frog Alley Brewing Summer Stage. En skyndilega voru tónleikarnir færðir til borgarinnar Albany, um 30 kílómetrum í burtu, á stað sem kallast Empire Live.

Engar skýringar

Tilkynnt hefur verið að allir miðar sem keyptir voru á tónleikana í brugghúsinu muni gilda í Albany. Þar að auki sé hægt að kaupa miða á um 63 dollara, eða um 8 þúsund krónur.

„Þó að við virðum rétt þeirra til þess að framkvæma hluti eins og þeir vilja, þá finnst okkur það að færa tónleikana til annarrar borgar með innan við viku frest hafi ekki aðeins mikil áhrif á okkar viðskiptavini heldur gangi gegn markmiði okkar að færa Schenectady lifandi skemmtiatriði og skapa sterk samfélagstengsl í gegnum þá viðburði,“ segir í tilkynningu brugghússins.

Þegar þetta er skrifað eru tónleikarnir enn þá skráðir á upphaflega staðnum á heimasíðu Kaleo.

Að sögn Frog Alley Brewing hafa ekki borist neinar skýringar á því hvers vegna tónleikarnir voru færðir. Þegar þetta er skrifað er Schenenctady enn þá skráður sem tónleikastaðurinn á heimasíðu Kaleo.

Fá frían drykk í sárabætur

Þrátt fyrir að tónleikarnir hafi verið færðir þá hyggst brugghúsið gefa svekktum viðskiptavinum sínum glaðning. Allir sem keyptu miða á tónleika Kaleo á Frog Alley Brewing Summer Stage fá frían drykk á barnum.

„Sýnið bara barþjóninum miðann ykkar,“ segir í tilkynningunni. „Við kunnum vel að meta stuðning ykkar og skilning og vonum að þetta atvik rýri ekki reynslu ykkar eða álit á Frog Alley. Við erum staðráðin í að halda áfram að flytja topp klassa skemmtiatriði til borgarinnar okkar og til viðskiptavina okkar sem við metum mjög.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Systir Kim Jong-un segir að Trump verði að sætta sig við raunveruleikann

Systir Kim Jong-un segir að Trump verði að sætta sig við raunveruleikann
Fréttir
Í gær

Segir að loka eigi Reynisfjöru þegar aðstæður krefjast – „Afþakka ég skítakomment og skammir í garð þeirra sem hafa farist í Reynisfjöru“

Segir að loka eigi Reynisfjöru þegar aðstæður krefjast – „Afþakka ég skítakomment og skammir í garð þeirra sem hafa farist í Reynisfjöru“
Fréttir
Í gær

Íslendingur segist hafa reynt að gleyma Kárahnjúkum – „Impregilo vissi nákvæmlega hvað þeir voru að gera – spara peninga“

Íslendingur segist hafa reynt að gleyma Kárahnjúkum – „Impregilo vissi nákvæmlega hvað þeir voru að gera – spara peninga“
Fréttir
Í gær

Olís sektað fyrir fullyrðingu um kolefnisjöfnun

Olís sektað fyrir fullyrðingu um kolefnisjöfnun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slysið í Reynisfjöru: Stúlkan er látin

Slysið í Reynisfjöru: Stúlkan er látin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli