fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Fréttir

Díselolíuþjófnaðurinn: Segir rannsókn á frumstigi en lögregla hafi góð gögn í höndunum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 29. júlí 2025 14:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum núna komin með báðar kærurnar til okkar. Við erum bara að yfirfara gögnin núna og hún er á frumstigi, rannsóknin,“ segir Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í viðtali við DV um hið svokallaða díeselolíumál.

Unnar upplýsir að nú sé búið að kæra tvö brot af þessu tagi. Annars vegar er þar um að ræða stórþjófnað á díselolíu af athafnasvæði Fraktlausna en eigandi fyrirtækisins birti um helgina myndband af verknaðinum.

Hins vegar greindi ónefndur vörubílstjóri frá því í gær að hann hefði staðið eldsneytisþjóf að verki er hann var að tappa díselolíu af vörubíl hans. Bílstjórinn hélt eftir bíllyklum þjófsins og nafngreindi hann bæði á Facebook-síðu sinni og til lögreglu.

Bíll sem notaður var við þjófnaðinn hjá Fraktlausnum stendur á bílastæði við Seljakirkju í Breiðholti, að því er RÚV greinir frá. Er bíllinn fullur af bensínbrúsum og í honum er gaskútur. Íbúar í nágrenninu hafa áhyggjur af eldhættu vegna bílsins.

Tekur ekki afstöðu til kæru hins meinta þjófs

Arnar Þór Ólafsson, framkvæmdastjóri Fraktlausna, hefur lýst mikilli óánægju með vinnubrögð lögreglu í málinu en hann greindi frá því í gærkvöld að eigandi bílsins sem notaður var til verksins hafi kært hann fyrir hótanir. Hafi hann haft samband við manninn og beðið hann um að skila sér þýfinu, mörg hundruð lítrum af díselolíu. Maðurinn hafi játað í fyrstu en síðar sagst vera saklaus og að bílnum hafi verið stolið frá honum.

Fór maðurinn síðan til lögreglu og kærði Arnar fyrir hótanir. Lögregla hafði samband við Arnar í gær og greindi honum frá þessu, að hans sögn í ávítunartóni.

Sjá einnig: Framkvæmdastjóri Fraktlausna kærður fyrir hótanir í garð díselolíuþjófs – „Eina sem skiptir máli eru réttindi glæpamanna“

Unnar segir að eigandi bílsins sé sjálfkrafa sakborningur í málinu. Alveg eigi eftir að meta og sannreyna framburð hans um að hann sé saklaus og bílnum hafi verið stolið af honum.

„Það er alltaf þannig að ef það kemur ökutæki og það er skráður eigandi þá hefur hann réttarstöðu sakbornings á meðan rannsókn er í vinnslu og svo kannski breytist hún á síðari stigum. Það er ekki komið á það stig, á eftir að yfirheyra hann um hans hlutdeild í málinu og sannreyna hvort hann eigi við rök að styðjast.“

Unnar segir að lögregla virðist hafa góð gögn í höndunum en þó hafi hann ekki kynnt sér frumgögn í Fraktlausna-málinu en „miðað við það sem maður hefur séð í fjölmiðlum þá virðast þetta vera góð gögn“.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga United
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur segir hagsmuni Íslands í húfi – „Nú er ekki tími fyrir pólitískar skotgrafir eða flokkadrátt“

Vilhjálmur segir hagsmuni Íslands í húfi – „Nú er ekki tími fyrir pólitískar skotgrafir eða flokkadrátt“
Fréttir
Í gær

Ósáttur MBA-nemi fór í stríð við HÍ – „Varstu vísvitandi að ljúga því að mér“

Ósáttur MBA-nemi fór í stríð við HÍ – „Varstu vísvitandi að ljúga því að mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hönnun nýja landspítalans fellur ekki í kramið hjá Illuga – „Þetta er ekki fallegt“

Hönnun nýja landspítalans fellur ekki í kramið hjá Illuga – „Þetta er ekki fallegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Minnstu munaði að Einar Rúnar missti af 57 ára afmælisdeginum – Þvingaður út af vegi við Kvísker

Minnstu munaði að Einar Rúnar missti af 57 ára afmælisdeginum – Þvingaður út af vegi við Kvísker