fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Fréttir

Útskýra hvers vegna Trump hatar vindmyllur eftir vanstilltan reiðilestur forsetans

Pressan
Mánudaginn 28. júlí 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti hatar vindmyllur. Hann er almennt ekkert hrifinn af endurnýtanlegum orkugjöfum en vindmyllur fyrirlítur hann sérstaklega. Þetta ætti öllum að vera ljóst eftir heimsókn hans til Skotlands á dögunum.

Trump fundaði í Skotlandi með forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) Ursulu von der Leyen. Ekki til að lauma Bandaríkjunum bakdyramegin inn í ESB heldur til að ganga frá samningi um tollamál. Trump er ákaflega stoltur af þessu samkomulagi en á fundi með Ursulu stóðst hann ekki mátið að skipta aðeins um umræðuefni og hnýta í vindmyllur.

„Þær eru að drepa okkur,“ fullyrti forsetinn.

„Þær eru að drepa fegurð landslagsins, dalina okkar, fallegu slétturnar okkar – ég er ekki að tala um flugvélar. Ég er tala um fallegar sléttur, falleg svæði í Bandaríkjunum og þú lítur upp og sérð vindmyllur út um allt. Þetta er hræðilegur hlutir. Þetta er dýrasta form orkunnar. Þetta er ekkert gott. Þær eru næstum allar framleiddar í Kína.“

Forsetinn fullyrti að vindmyllur ryðgi á aðeins átta árum og svo megi ekki grafa þær því þær muni skaða jarðveginn.

„Þetta er blekkingaleikur og mjög dýrt. Til að vera fullkomlega hreinskilinn þá hefur Þýskaland látið á þetta reyna og vindur virkar ekki.“

Hver vegna hatar hann vindmyllur?

Huffpost rekur að fullyrðingar Trump haldi engu vatni. Þýskaland framleiðir fjórðung orku sinnar með vindmyllum. Vindmyllur endast í 30 ár en ekki 8, þær eru ekki dýrasta orkan og Kína framleiðir ekki „næstum allar“ vindmyllur.

Hatur Trump byggist því ekki á þessu. Það má rekja um tuttugu ár aftur í tímann. Þegar til stóð að reisa vindorkuver á hafi úti nærri því landsvæði sem síðar varð að golfvelli forsetans í Skotlandi.

Trump ákvað þá, að venju, að reyna að stöðva þessar framkvæmdir með málaferlum. Hann tapaði þó málinu og hefur kvartað undan vindorku og öðrum endurnýjanlegum orkugjöfum síðan.

Þetta fór í rauninni ekki á milli mála á fundi hans með Ursulu þar sem hann sagði ennfremur:

„Nú er ég að spila á líklgea besta golfvelli í heimi, Turnberry – jafnvel þó ég eigi hann sjálfur – þetta er líklega besti völlur í heimi, er það ekki? Og ég horfi yfir landslagið og sé 9 vindmyllur. Er ekki skömm af þessu? Þvílík synd og skömm.“

Trump hefur áður gengið lengra í rangfærslum sínum um vindmyllur. Til dæmis fullyrti hann árið 2019 að vindtúrbínur séu krabbameinsvaldandi. Hann heldur því eins fram að lætin frá vindmyllunum séu að ræna hvali geðheilsunni.

Ólíklegt þykir að forsetinn taki vindmyllur nokkurn tímann í sátt enda eru þær nú tákn um ósigur hans í dómsal sem hann er minntur á í hvert sinn sem hann spilar golf í Skotlandi. Hann mun því líklega áfram að gegna hlutverki nútíma Don Kíkóta og berjast gegn vindmyllum, þeim ægilegu tröllum sem sjónmenga golfvelli.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir að mál Trump og Epstein-skjalanna geti endað með ríkisrétti – „Þetta er örvænting á stigi sem við höfum ekki séð áður“

Segir að mál Trump og Epstein-skjalanna geti endað með ríkisrétti – „Þetta er örvænting á stigi sem við höfum ekki séð áður“
Fréttir
Í gær

Lítill pylsuhundur lifði í eitt og hálft ár í óbyggðunum – „Hún er orðin svolítið sjálfstæðari“

Lítill pylsuhundur lifði í eitt og hálft ár í óbyggðunum – „Hún er orðin svolítið sjálfstæðari“
Fréttir
Í gær

Hvora leiðina er best að keyra hringveginn? – Önnur leiðin er styttri

Hvora leiðina er best að keyra hringveginn? – Önnur leiðin er styttri
Fréttir
Í gær

Lögðu á miðjum vegi og á móti umferð – „Vorum næstum búin að klippa hurðina af bílnum þegar við keyrðum fram hjá“

Lögðu á miðjum vegi og á móti umferð – „Vorum næstum búin að klippa hurðina af bílnum þegar við keyrðum fram hjá“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slanga í flugvél – „Ég hafði eitt tækifæri til þess að grípa hana“

Slanga í flugvél – „Ég hafði eitt tækifæri til þess að grípa hana“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærði 25 ára gamla ákvörðun til að koma í veg fyrir nýja bálstofu í Gufunesi

Kærði 25 ára gamla ákvörðun til að koma í veg fyrir nýja bálstofu í Gufunesi