fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Fíll drap milljarðamæring í Suður Afríku – Önnur árásin á stuttum tíma

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 27. júlí 2025 21:30

Talið er að Conradie hafi verið kraminn til dauða.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex tonna afrískur fíll drap milljarðamæring á landareign hans í Suður Afríku. Maðurinn var að reyna að bægja hjörð fíla frá ferðamannabústöðum þegar einn réðist á hann og kramdi með fótunum og hornunum.

Breska blaðið The Daily Star greinir frá þessu.

Maðurinn hét F.C. Conradie og var 39 ára gamall. Hann átti og rak fimm stjörnu veiðilendur og hótel í Gondwana við suðurströnd Suður Afríku, skammt frá Höfðaborg. Conradie lést í gærmorgun eftir árás fíls.

Ekki liggur alveg fyrir hvernig árásin átti sér stað. En talið er að Conradie hafi verið að bægja fílahjörð frá ferðamannabústöðum á jörðinni þegar stórt karldýr hafi ráðist á hann. Fyrst slegið hann með hornunum og síðan traðkað á honum með fótunum þangað til Conradie lést.

Málið er ekki einsdæmi á jörðinni en 36 ára gamall leiðsögumaður, David Kandela, lést þar eftir árás fíls á síðasta ári. Kandela var að reka hjörð fíla þegar ein kýrin réðst skyndilega á hann og rak á hol með hornunum í nokkur skipti. Þá dró hún hann inn í runna og þar komu fleiri fílar til þess að taka þátt í árásinni. Slitu þeir af honum báðar hendurnar og báðar fæturna.

Málið hefur vakið óhug en jörðin er vinsæll safarí staður hjá ríku fólki. Auk fíla eru þar meðal annars ljón, hlébarðar, nashyrningar og vatnabuffalar. F.C. Conradie skilur eftir sig eiginkonu og þrjá unga syni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Forsjárlaus 16 ára unglingur dæmdur fyrir ítrekaðar líkamsárásir gegn strætóbílstjóra

Forsjárlaus 16 ára unglingur dæmdur fyrir ítrekaðar líkamsárásir gegn strætóbílstjóra
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Framsóknarmenn vilja að veitt verði leyfi til að skjóta álftir – Hafa verið friðaðar í 112 ár

Framsóknarmenn vilja að veitt verði leyfi til að skjóta álftir – Hafa verið friðaðar í 112 ár
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“
Fréttir
Í gær

Sérsveitin send inn í ranga íbúð

Sérsveitin send inn í ranga íbúð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós