fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Fréttir

56% neikvæð gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 23. júlí 2025 08:17

Mynd úr safni. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konur eru marktækt neikvæðari en karlar gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt nýlegri könnun Prósent. Yngri svarendur eru jákvæðari gagnvart þéttingu en þeir sem eldri eru. Reykvíkingar eru sömuleiðis marktækt jákvæðari en íbúar nágrannasveitarfélaga, sem eru neikvæðari en Reykvíkingar og íbúar landsbyggðarinnar. 

Í könnuninni sem framkvæmd var 1. – 21. júlí var spurt að: 

Hversu jákvætt eða neikvætt er viðhorf þitt gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu? 

Úrtakið var 1850 manns og var svarhlutfall 50% 

Af þeim sem tóku afstöðu þá segjast 56% vera neikvæð, 18% eru hvorki jákvæð né neikvæð og 26% jákvæð gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu. 

Mynd: Prósent.

Konur eru marktækt neikvæðari en karlar gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu. 

Mynd: Prósent.

Því yngri sem svarendur eru því jákvæðari eru þau gagnvart þéttingu byggðar. Þau sem eru 55-64 ára eru marktækt neikvæðari en þau sem eru 18-54 ára. 

Mynd: Prósent.

Íbúar Reykjavíkur eru marktækt jákvæðari en íbúar nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur. Íbúar nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur eru marktækt neikvæðari en íbúar Reykjavíkur og landsbyggðarinnar. 

Mynd: Prósent.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ísraelsmenn sprengja í Katar – Árásin harðlega fordæmd

Ísraelsmenn sprengja í Katar – Árásin harðlega fordæmd
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Glæpamaður sem lifði á kerfinu rekinn úr landi

Glæpamaður sem lifði á kerfinu rekinn úr landi
Fréttir
Í gær

Öllum íbúum Gasaborgar skipað að hafa sig á brott án tafar

Öllum íbúum Gasaborgar skipað að hafa sig á brott án tafar
Fréttir
Í gær

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra
Fréttir
Í gær

Forngrip stolið frá Reiðhjólabændum – „Ekki hlaupið að því að hafa góðgerðarstarfsemi eins og Hjólasöfnun í friði“

Forngrip stolið frá Reiðhjólabændum – „Ekki hlaupið að því að hafa góðgerðarstarfsemi eins og Hjólasöfnun í friði“
Fréttir
Í gær

Mjög stórt fíkniefnamál þingfest í dag – 12 kíló af kókaíni

Mjög stórt fíkniefnamál þingfest í dag – 12 kíló af kókaíni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sár og svekktur út í félag hjúkrunarfræðinga: „Þessi afstaða er ekki bara röng, hún er beinlínis hættuleg“

Sár og svekktur út í félag hjúkrunarfræðinga: „Þessi afstaða er ekki bara röng, hún er beinlínis hættuleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Minnst fimm látnir eftir hryðjuverkárás í Jerúsalem í morgun – Árásarmennirnir felldir

Minnst fimm látnir eftir hryðjuverkárás í Jerúsalem í morgun – Árásarmennirnir felldir