fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Fréttir

Ótrúlegt myndband af mýgeri í íslenskri sveit – „Bara gleðiefni að fá þetta“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 16. júlí 2025 13:00

Myndbandið hefur vakið mikla athygli. Skjáskot/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðrið hefur leikið við landann undanfarna daga og náttúran bregst einnig við. Í Mývatnssveit er gríðarlegt magn flugu þessa dagana.

Myndband sem Egill Freysteinsson, bóndi í Vagnbrekku við vestanvert Mývatn, birti af þykku skýi mýflugna hefur vakið mikla eftirtekt á samfélagsmiðlum. Líkist skýið á jörðinni hans helst engisprettufaraldri en þessar pöddur gera hins vegar ekkert nema gott.

„Það er bara gleðiefni að fá þetta. Þá er lífríkið í lagi,“ segir Egill í samtali við DV. „Þetta er algjörlega meinlaust og bara til gagns. Þetta er mjög gott fyrir náttúruna.“

betri-gaedi
play-sharp-fill

betri-gaedi

Ókeypis fæða og áburður

Hið hávaðasama mý sem sést umleika hundana hans Egils í myndbandinu er hvorki bitmý né hið hvumleiða lúsmý heldur sárasaklaust rykmý. Mýið er ókeypis fæða og áburður fyrir lífríki Mývatns.

„Þetta kemur úr vatninu og er gríðarleg fæða fyrir fugl og fisk,“ segir Egill. „Einnig upp á bökkunum fyrir fuglana. Meira að segja er þetta gott fyrir gróðurinn því þetta drepst uppi á landi og virkar sem áburður fyrir grasið.“

Gerir manni ekkert

Flugurnar bíta ekki fólk en eins og gefur að skilja getur þetta pirrað suma. Sennilega eru engir vanari mýflugum en einmitt mýveskir bændur.

„Það er svolítið óþægilegt að fá þetta í augun og ef maður andar þessu ofan í sig. En annars gerir þetta manni ekkert,“ segir Egill.

Óvenjulega lengi

Aðspurður um hvort þetta sé ekki óvenjulegt segir Egill að magnið sé það kannski ekki. En tímalengdin sé það.

„Þegar lífríkið er í góðu lagi hérna í vatninu þá er þetta eðlilegt,“ segir hann. „Það sem er óvenjulegt núna er að veðrið er svo gott og þetta kemur í fleiri daga. Venjulega fær það ekki svona langan tíma.“

Hér má sjá færslu Egils sem vakið hefur mikla athygli

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum lýsir sig vanhæfan í máli sem tengist nánum ættingja

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum lýsir sig vanhæfan í máli sem tengist nánum ættingja
Fréttir
Í gær

Sakaður um að ferðast með barnaklám frá Íslandi til Bandaríkjanna – Allt að fjögurra ára gömul börn

Sakaður um að ferðast með barnaklám frá Íslandi til Bandaríkjanna – Allt að fjögurra ára gömul börn
Hide picture