fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Brá við að finna tannstöngul í hurðinni – „Djöfull er þetta vel úthugsað hjá þessum skröttum“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 16. júlí 2025 17:00

Tannstöngullinn í útidyrahurðinni. Skjáskot/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúum í Mosfellsbæ brá við að finna tannstöngul í dyrakarminum á útidyrahurðinni á heimili sínu fyrir skemmstu. Hafi þjófur skilið hann eftir til þess að athuga hvort hurðin verði hreyfð.

Sonur íbúanna greinir frá þessu í Facebookgrúbbu Mosfellsbæjar og hafa um málið skapast miklar umræður.

Segir hann að foreldrar sínir hafi lent í því um miðjan dag að ókunnugur maður hafi hringt dyrabjöllu og fælst í burtu þegar svarað var í gegnum dyrasíma.

„Maðurinn fór þá beinustu leið í bílinn sinn aftur og virtist reyna sama leik í húsum í götunni, að athuga hvort einhver væri heima,“ segir hann. „Maðurinn skildi tannstöngul eftir útidyrahurðinni, augljóslega til að athuga seinna hvort að það væri búið að hreyfa við hurðinni. Maður getur ekki gert ráð fyrir öðru en að þetta sé gert í ránshug.“

Þekkt bragð

Sú kenning er ekki dregin úr lausu lofti en þetta er þekkt aðferð innbrotsþjófa. Eins og segir í frétt belgíska dagblaðsins The Brussels Times þá er líklegt að þú sért í sigtinu hjá innbrotsþjófum ef þú finnur tannstöngul í dyrakarminum.

Fylgist þrjótarnir með mörgum húsum í einu og setji tannstöngla í karmana. Þegar hurðir eru hreyfðar detta tannstönglarnir niður en haldist tannstöngull í nokkra daga sé það góð vísbending um að heimilisfólk sé að heiman, hugsanlega í fríi erlendis.

Öryggismyndavélar og nágrannavarsla

Hafa margir Mosfellingar skrifað athugasemdir við færsluna og ítreka mikilvægi þess að setja upp öryggismyndavélar og stunda virka nágrannavörslu.

„Það er að skapast alvarlegt ástand á Íslandi þegar þetta er orðin okkar veruleiki,“ segir ein kona.

„Djöfull er þetta vel úthugsað hjá þessum skröttum,“ segir önnur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum lýsir sig vanhæfan í máli sem tengist nánum ættingja

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum lýsir sig vanhæfan í máli sem tengist nánum ættingja
Fréttir
Í gær

Sakaður um að ferðast með barnaklám frá Íslandi til Bandaríkjanna – Allt að fjögurra ára gömul börn

Sakaður um að ferðast með barnaklám frá Íslandi til Bandaríkjanna – Allt að fjögurra ára gömul börn