fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Þriggja ára labbaði út af leikskóla og þaðan í Bónus

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 15. júlí 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þriggja ára stúlka á leikskólanum Urrðarbóli í Garðabæ náði að opna hlið leikskólans og lauma sér út af honum í gær. Stúlkan fannst nokkru síðar í Bónus-verslun í Kauptúni sem er í um 300 metra fjarlægð. Þar var það nágranni sem kom auga á stúlkuna og gerði foreldrum og lögreglu viðvart. RÚV greinir frá.

Í fréttinni kemur fram að starfsfólk leikskólans hafi ekki áttað sig á því að stúlkan væri horfin þrátt fyrir að þó nokkur tími hefði verið liðinn frá hvarfi hennar. Starfsfólk væri í áfalli yfir málinu.

Móðir stúlkunnar segir í viðtali við RÚV að hún sé þakklát fyrir að ekki hafi farið verr en ekki hafi borist svör um hvað átti sér stað. Stúlkan fór ekki í leikskólann í dag en verið er að fara yfir öryggismál og verkferla í leikskólanum vegna málsins.

Sjá nánar á vef RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök
Fréttir
Í gær

Glans bílaþvottastöð opnar á Selfossi

Glans bílaþvottastöð opnar á Selfossi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Félagsbústaði hafa fargað verðmætum málverkum í eigu skjólstæðings

Segir Félagsbústaði hafa fargað verðmætum málverkum í eigu skjólstæðings