fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Oscar heldur upp á ríkisborgararéttinn með ferðalagi um Ísland

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 15. júlí 2025 17:02

Svavar og Sonja ásamt börnum sínum, með Oscar á milli sín. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oscar Andreas Boganegra Florez frá Kólumbíu var einn af  fimmtíu sem fengu íslenskan ríkisborgararétt á Alþingi í gær. Þá var frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar samþykkt á síðasta degi þingsins fyrir sumarfrí.

Í færslu sem Svavar Jóhannsson, fósturfaðir Oscars, birti í dag segir hann að Oscar hafi viljað fagna ríkisborgararéttinum með ferðalagi um Ísland. Það var auðsótt og er fjölskylda nú stödd á Akureyri.

Segir Svavar að þau geti aldrei þakkað nóg þeim sem lögðu hönd á plóg svo Oscar yrði Íslendingur.

„Oscar er orðinn íslendingur. Við Sonja Magnúsdóttir og fjölskyldan öll erum rétt að jafna okkur á þessum yndislegu fréttum sem við fengum í gær um að Oscari hefði verið veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Það er óhætt að segja að margvíslegar tilfinningar hafi farið í gegnum okkur hjónin þegar þetta var endanlega í höfn en við höfðum ekki þorað að gera okkur neinar væntingar fyrr en við værum þess fullviss að hann væri á lista Alþingis og ekki síður að frumvarpið fengist síðan samþykkt.

Við getum aldrei þakkað nægilega öllu því fólki sem hefur stutt Oscar og okkur fjölskylduna í þessari baráttu sem hefur spannað tvö heil ár. Ókunnugt fólk sem hefur sent okkur falleg skilaboð, stoppað okkur á götu úti og lýst yfir stuðningi sínum við okkur og stappað í okkur stálinu þegar við mest þurftum á því að halda. Við ykkur öll viljum við fjölskyldan segja: Takk kærlega fyrir ómetanlegan stuðning, hlýju sem þið hafið sýnt okkur og baráttukveðjur sem þið hafið sent okkur. Það eru svo fjölmargir sem hafa lagt hönd á plóginn og gert sitt ítrasta til þess að Oscar eignaðist framtíðar heimili á íslandi.“

Telur Svavar næst upp fjölmarga sem aðstoðuðu fjölskylduna:

„Þar verðum við fyrst að þakka Helgu Völu Helgadóttur lögmanni Oscars sem hefur verið vakin og sofin yfir þessu máli og verið okkar sáluhjálpari á öllum tímum sólarhrings. Helga Vala þú ert algerlega einstök kona og sannur heiður að eiga þig fyrir vin.

Svo viljum við að sjálfsögðu þakka Allsherjarnefndinni fyrir að samþykkja Oscar á listann og ríkisstjórninni allri fyrir að koma okkur til liðs í þessu máli. Við erum ábyggilega að gleyma einhverjum og biðjumst við afsökunar á því en eins og sagði höfum við fengið stuðning úr óteljandi áttum.

Að endingu viljum við senda ástar og þakkarkveðjur til foreldra okkar, barna okkar og tengdabarna, og systkina. Án ykkar stuðnings hefði þetta aldrei verið hægt.

Oscar vildi sjálfur halda upp á að vera orðinn íslendingur með því að fara í ferðalag um landið og við tókum hann á orðinu og lögðum af stað hringinn og erum núna stödd á Akureyri í 20 stigum á leið austur á firði á morgun. Sendum ykkur frábærar kveðjur frá norðurlandinu og enn og aftur takk fyrir allt saman 

Svavar, Sonja Oscar og fjölskyldan öll.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök
Fréttir
Í gær

Glans bílaþvottastöð opnar á Selfossi

Glans bílaþvottastöð opnar á Selfossi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Félagsbústaði hafa fargað verðmætum málverkum í eigu skjólstæðings

Segir Félagsbústaði hafa fargað verðmætum málverkum í eigu skjólstæðings