Seint á aðfaranótt laugardagsins gerði ung kona sér lítið fyrir og gekk ofan á þremur til fjórum bílum sem lagt var við Bergstaðastræti. Málið hefur verið nokkuð til umræðu á Facebook en ekki er vitað hve miklar skemmdir hlutust af uppátækinu. Málið er ekki komið inn á borð lögreglu.
Konan virtist ekki illa á sig komin og vart drukkin en atvikið vekur furðu þeirra sem hafa séð myndbandið.