fbpx
Laugardagur 06.september 2025
Fréttir

Foreldrar hennar voru myrtir – Eftir ræðuna í jarðarför þeirra varð hún efst á lista yfir grunaða

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 13. júlí 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin sautján ára gamla Sarah Grace Patrick var gjörsamlega niðurbrotin eftir að móðir hennar, Kristin Brock (41 árs) og stjúpfaðir hennar, James Brock (45) voru skotin til bana á heimili sínu í bænum Carrollton, vestur af stórborginni Atlanta í Georgíu-fylki.

Það var að minnsta kosti það sem hún reyndi að sýna öðrum.

Sarah hringdi sjálf á neyðarlínuna eftir að lík Kristin og James voru uppgötvuð af  fimm ára gamalli hálf-systur hennar þann 20. febrúar síðastliðinn. Þá var Patrick aðeins 16 ára gömul. Bæði höfðu þau verið skotin nokkrum sinnum en ekki var að sjá að nokkur hefði brotist inn á heimilið né stolið nokkru.

Kristin og James voru skotin til bana þann 20. febrúar síðastliðinn

Það þótti vissulega undarlegt að stúlkurnar á heimilinu höfðu hvorugar heyrt nokkra skothvelli.

Nokkrum eftir morðin fór hegðun Söruh á samfélagsmiðlum að vekja athygli lögreglu. Hún birti fjöldann allan af færslum og myndböndum þar sem hún minntist móður sinnar og stjúpa, stundum með ýktum hætti.

Það var þó hegðun hennar í jarðaförinni sem hringdi viðvörunarbjöllum. „Hún talaði með grátróm en það sáust engin tár. Hún feikaði gráturinn alla jarðaförina,“ er haft eftir frænku hennar.

Þá hélt Sarah ræðu í útförinni sem þótti undarleg. Hún beitti áðurnefndri grátrödd  en ræðan var óeinlæg nema í lok hennar þegar stúlkan bað foreldranna afsökunar.

Ræða Söruh í jarðaförinni þótti grunsamleg

Eftir athöfnina var Sarah orðin efst á lista grunaðra.

Rannsóknin tók hins vegar tíma og en að lokum var handtökuskipun gegn Söruh Grace Patrick gefin út. Um leið og það var ljóst gaf stúlkan sig fram við lögreglu og nú sér hún fram á löng og ítarleg réttarhöld.

Faðir hennar, Doniel Patrick, stendur hins vegar með dóttur sinni. Hún sé saklaus þar til sekt sé sönnuð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einar segir fólk hafi upplifað Kastljósviðtalið sem árás á hinsegin samfélagið – „Fautaskapur“ hjá Snorra

Einar segir fólk hafi upplifað Kastljósviðtalið sem árás á hinsegin samfélagið – „Fautaskapur“ hjá Snorra
Fréttir
Í gær

Róbert segir lögregluaðgerðina á Siglufirði storm í vatnsglasi – „Bara nokkrir harðduglegir menn á fylleríi“

Róbert segir lögregluaðgerðina á Siglufirði storm í vatnsglasi – „Bara nokkrir harðduglegir menn á fylleríi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Doktor í frumulíffræði svarar því hversu mörg kynin eru

Doktor í frumulíffræði svarar því hversu mörg kynin eru
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Unglingar ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Akranesi

Unglingar ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Akranesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla var með eftirlit við heimili Snorra í nótt: Hótað og heimilisfangið opinberað

Lögregla var með eftirlit við heimili Snorra í nótt: Hótað og heimilisfangið opinberað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr í Bítinu – „Þú þaggar ekki í okkur Dagur, svona er Dagur, þaggar, þú þaggar ekki í okkur Dagur!“

Sauð upp úr í Bítinu – „Þú þaggar ekki í okkur Dagur, svona er Dagur, þaggar, þú þaggar ekki í okkur Dagur!“