Vefmiðillinn Guardian telur Laugaveginn einn af bestu áfangastöðum í Evrópu fyrir þá sem þrá ævintýri en vilja forðast ferðamenn.
„Gönguferð um fjölbreytilegt landslag Íslands
56 kílómetrar og þrjár nætur í fjallaskálum á suðurhálendinu: Laugavegurinn er eins konar örmynd af landslagi þessa ótrúlega lands. Jarðhitalindir, snjóbreiður í mikilli hæð, marglit líparítfjöll, svartar sandeyðimerkur og framandi tunglsmyndir. Að lokum, töfrandi dalurinn Þórsmörk, Þórsdalur, umkringdur birkiskógi umkringdur þremur jöklum. Að gista í fjallaskálum þýðir að þú munt finna fyrir því að vera hluti af fjölmenningarlegu, alþjóðlegu samfélagi ferðalanga, með þeirri hlýju og félagsskap sem því fylgir, með sögum sem skipst er á og minningum sem skapast.“
Svo segir í lýsingu Guardian. En Laugavegurinn er ekki einn á listanum, þar eru einnig
skíðabærinn Selle Nevea sem er staðsettur í ítölskum hluta Alpanna,
Stora Karlsö á vesturströnd Gautlands í Svíþjóð sem er eitt elsta náttúruverndarsvæði heims,
bærinn Hyèressem við Miðjarðarhafið rétt utan við Toulon í Frakklandi en þar eru aldagamlar og bleikar saltflatir sem teygja sig í átt til hafsins, heimkynni fjölda flamingóa og hegra,
gönguleiðin Camino de Santiago á norður-Spáni,
skógar Rúmeníu,
Vesturströnd ítölsku eyjarinnar Sardiníu,
Króatíska eyjan Lastovo,
Þjóðgarðurinn Bieszczady í suð-austur Póllandi.