fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Fréttir

Telja að flugmennirnir hafi valdið flugslysinu sem kostaði 260 manns lífið

Ritstjórn DV
Föstudaginn 11. júlí 2025 17:00

Skjáskot úr myndbandi þar sem síðustu andartök vélarinnar sjást

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsakendur Air India-flugslysins, sem átti sér stað þann 12. júní síðastliðinn í borginni Ahmedabad í vesturhluta Indlands, hafa komist að þeirri niðurstöðu að flest bendi til þess að flugmenn vélarinnar hafi orðið þess valdandi að flugvélin fórst og 260 manns létust. 242 einstaklingar voru um borð í vélinni en einn þeirra lifði slysið af eins og frægt varð. Nítján í viðbót létust þegar flugvélinn skall á þéttbýlt íbúahverfi.

Ekkert virðist hafa verið að flugvélinni sjálfri, sem var af gerðinni Boeing 787 Dreamliner, en hins vegar virðist sem svo að skömmu eftir flugtak hafi verið slökkt á rofa sem stýrir eldsneytisflæði að hreyflum flugvélarinnar. Á þeim slokknaði skömmu eftir flugtak með þessum hörmulegu afleiðingum.

Ekki liggur þó enn fyrir hvort að um mistök flugmannanna hafi verið að ræða eða hvort að slökkt hafi verið á rofanum af yfirlögðu ráði.

Daily Mail fjallar um málið en í umfjölluninni kemur fram að skýrsla rannsóknarnefndarinnar hafi verið lögð fyrir indversk flugmálayfirvöld en óljóst sé hvort hún komi fyrir sjónir almennings.

Yfirflugstjóri vélarinnar, Sumeet Sabharwal, var þaulreyndur og átti meira en 10 þúsund flugtíma að baki á breiðþotum. Aðstoðarflugmaðurinn, Clive Kunder, átti 3.400 flugtíma að baki á slíkum þotum.

Flugmennirnir Sumeet Sabharwal og Clive Kunder

Flugslysið var fyrsta slysið sem Dreamliner-vél Boeing lendir í og var mikið áfall fyrir bandaríska flugrisann sem hefur gengið í gegnum öldudali undanfarin ár. Bandarísk flugmálayfirvöld hafa aðstoðað við rannsókn málsins en þar á bæ ríkir orðið mikil gremja í garð indverskra flugmálayfirvalda varðandi það hversu langan tíma það hefur tekið að rannsaka svarta kassa flugvélarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Valkyrjurnar tóku Hildi og minnihlutann til bæna – „Við munum verja stjórnskipan landsins og heiður Alþingis“ 

Valkyrjurnar tóku Hildi og minnihlutann til bæna – „Við munum verja stjórnskipan landsins og heiður Alþingis“ 
Fréttir
Í gær

Skiptar skoðanir á gjaldskyldu við Geysi: „Ég sé að mörgum finnst þetta verð eðlilegt, mikið vildi ég vera á þeirra launum“

Skiptar skoðanir á gjaldskyldu við Geysi: „Ég sé að mörgum finnst þetta verð eðlilegt, mikið vildi ég vera á þeirra launum“