fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 10. júlí 2025 07:00

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál er sjálfstæð, en nýtur ritara og skrifstofuþjónustu í Forsætisráðuneytinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýlegum úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál er beiðni um upplýsingar um vörslu gagna vísað frá nefndinni. Í niðurstöðu nefndarinnar kemur fram að beiðninni er vísað frá á þeim grundvelli að nefndin telur erind­ið ekki bera með sér að vera beiðni um fyrirliggjandi gögn í skilningi upplýsingalaga, heldur beiðni um upp­lýsingar um hvernig vörslu gagna sé háttað innan ráðuneytisins. Ekki er þess getið í úrskurðinum um hvaða ráðuneyti er að ræða.

Það sem vekur athygli í úrskurðinum er að svo virðist sem trúnaðargögn um þá einstaklinga sem kæra til nefndarinnar liggi á glámbekk í ráðuneytinu.

Það liggur fyrir að trúnaðarupplýsingar um mál sem við sendum til ráðuneytisins eru geymd­ar í opnum, glærum plastvasa þvert á óskir okkar og samþykki fyrir slíkri vinnslu upp­lýsinga. […] því vantar okkur upplýsingar um:

  • Hvar hefur plastvasinn verið geymdur frá því að gögnin voru prentuð út í októ­ber 2024.
  • Ef plastvasinn er geymdur í skáp óskum við eftir ljósmynd af skápnum, ef hann er ekki geymdur í skáp óskum við eftir ljósmynd af staðsetningunni þar sem hann hefur verið geymdur.
  • Ef plastvasinn er geymdur í læstum skáp óskum við eftir upplýsingum um hvern­ig honum er læst og hverjir eru með og hafa haft aðgang að skápnum (þ.e. lykil eða lykilorð).
  • Hversu mörg trúnaðarmál eru geymd í opnum glærum plastvösum hjá ráðu­neyt­inu.
  • Hversu mörg mál eru geymd í sama skáp eða öðrum geymslustað þar sem okkar mál er.
  • Hvaða rými innan ráðuneytisins er geymslustaður plastvasans í (sic) og hverjir eru með og hafa haft aðgang að því rými.

Eins og áður sagði taldi nefndin beiðnina ekki vera beiðni um gögn í skilningi upplýsingalaga, heldur beiðni um upp­lýsingar um hvernig vörslu gagna sé háttað innan ráðuneytisins. Af þeim sökum var kær­unni vísað frá ­nefnd­inni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”
Fréttir
Í gær

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“