fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Dr. Gunna brá heldur betur í brún þegar hann kom heim

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 10. júlí 2025 10:55

Dr. Gunni, Gunnar Lárus Hjálmarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Lárus Hjálmarsson tónlistarmaður eða Dr. Gunni eins og við þekkjum hann best segir frá því á gamansaman hátt að þegar hann kom heim til sín í gær voru komnir vinnupallar utan á hús hans. Engar framkvæmdir voru fyrirhugaðar svo Dr. Gunni vissi.

„Það vissu aðrir eigendur hússins ekki heldur, komst ég að þegar ég hafði hringt í þá, nokkuð óðamála. Rúmönsku karlarnir sem höfðu stritað allan daginn við að koma þessu upp, voru samt nokkuð vissir um að stillansarnir ættu að vera þarna og voru meira að segja með mynd af húsinu mínu í símanum.

Til að gera langa sögu stutta kom loks í ljós að pallarnir áttu að fara á húsið við hliðina. Verða þá væntanlega komnir þangað þegar ég kem heim úr vinnunni í dag. Þetta var Kafka-innlegg dagsins með iðnaðarmannatvisti.“

Dr. Gunni nýtti svo tækifærið og benti á að íbúðin fyrir ofan er til sölu. „Geggjað næs stöff.“

Nánari upplýsingar um eignina má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi
Fréttir
Í gær

Séra Daníel segir Biblíuna ekki fræðirit um kynvitund – „Notum ekki Biblíuna sem viðmið fyrir læknisfræði í dag“

Séra Daníel segir Biblíuna ekki fræðirit um kynvitund – „Notum ekki Biblíuna sem viðmið fyrir læknisfræði í dag“
Fréttir
Í gær

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti