fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fréttir

Farþegaþotu snúið við skammt frá Íslandi – Farþegar pirraðir á óþarfa sjö tíma flugi

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 9. júlí 2025 14:30

Um var að ræða venjulegt farþegaflug en leyfin voru samt ekki til staðar. Mynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Farþegaflugvél Air France var snúið frá Bandaríkjunum eftir að hafa flogið yfir Ísland. Í þessu undarlega máli hafði vélin ekki lendingarleyfi.

Atvikið átti sér stað laugardaginn 28. júní þegar Airbus vél franska flugfélagsins Air France var snúið við á leið sinni frá París til Chicago. Var því um sjö tíma tilgangslaust flug að ræða.

Eins og segir í frétt Simple Flying um málið þá var um að ræða ósköp venjulegt farþegaflug sem er farið á hverjum einasta degi. Engu að síður hafði vélin ekki fengið lendingarleyfi á O´Hare flugvelli í Chicago.

Þegar vélin hafði verið meira en þrjá tíma í loftinu, skömmu eftir að vélin var komin fram hjá Íslandi, var henni snúið við, aftur til Charles De Gaulle flugvallar í París. Hafði farþegi um borð samband við fréttastofur út af þessu.

Voru farþegar skiljanlega mjög pirraðir á þessu. En Air France bókaði þá á annað flug sunnudaginn 29. júní, utan venjulegrar flugdagskrár.

Ekki liggur fyrir hvers vegna þetta gerðist. Air France hefur notað bæði Airbus og Boening vélar í umræddu flugi og því ekki hægt að skýra málið með því að flugfélagið hafi skipt um vél. Í frétt Simple Flying er sagt að hugsanlega hafi einhver einfaldlega gleymt að fylla út pappíra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum
Fréttir
Í gær

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“