Fimmtugur karlmaður lést í umferðarslysinu á Miklubraut í Reykjavík í morgun, en eins og fram hefur komið ók hann bifhjóli vestur Miklubraut þegar slysið varð, á móts við Skeifuna.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins.
Sjá einnig: Alvarlegt umferðarslys á Miklubraut