fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

150 íbúða hverfi við Flensborgarhöfn í uppnámi – Nágrannar höfðu betur gegn Hafnarfjarðarbæ

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 9. júlí 2025 17:00

Ásýnd hafnarinnar á að breytast mikið. Mynd/Hafnarfjarðarbær

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt skipulag við höfnina í Hafnarfirði er í uppnámi eftir að Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála ógilti breytingu á deiliskipulagi. Kærendur, sem voru íbúar í nálægu húsi, sögðu óviðunandi að aðilar með sérhagsmuni geti sífellt náð fram auknu byggingarmagni og að búið hafi verið að hrúga allt of mikilli íbúðabyggð og starfsemi á reitinn.

Úrskurðurinn var felldur fimmtudaginn 26. Júní. En íbúar við Suðurgötu 70, höfðu kært deiliskipulagsbreytingu Hafnarfjarðarbæjar á Suðurhöfn vegna Flensborgarhafnar frá 15. janúar síðastliðnum.

Mikil umbylting

Hafnarfjörður stefnir að mikilli uppbyggingu við Flensborgarhöfn og hefur bæjarstjórn kynnt áform sín með miklum pompi og prakt. Rísa eiga allt að 150 íbúðir sem og rými fyrir þjónustu og afþreyingu. Á ásýnd hafnarinnar að breytast til muna, innblásin af byggðamynstri Hafnarfjarðar.

Með deiliskipulagsbreytingunni var umrætt svæði breytt úr því að vera hafnarsvæði í svokallað miðsvæði. 4,4 hektarar þar sem gert var ráð fyrir uppbyggingu blandaðrar byggðar með verslun og þjónustu og allt að 151 íbúð á efri hæðum.

Sérhagsmunir

Töldu kærendurnir, sem búa um 70 metrum frá hafnarsvæðinu, að skipulagið væri ekki í samræmi við Aðalskipulag Hafnarfjarðar, hvað varði byggingarmagn, hæðir húsa og ásýnd hverfisins.

„Það sé óviðunandi að aðilar með sérhagsmuni geti alltaf náð fram aukningu á byggingarmagni á öllum stigum skipulagsvinnu. Skipulagsyfirvöld standi ekki í lappirnar um það sem þau hafi lofað í skipulagslýsingu, rammaskipulagi og aðalskipulagi. Þessa þróun þurfi að stöðva,“ segir í málsrökum kærenda.

Hámarkshæð þrjár hæðir

Í aðalskipulaginu segi að hámarkshæð húsa við Flensborgarhöfn megi vera þrjár hæðir með þeirri undantekningu að hús vestast á reitnum megi vera fjórar hæðir. Sérstaklega sé tekið fram að byggð skuli vera smágerð.

En í hinu nýja deiliskipulagi eru fjölmargar byggingar sem eiga að vera hærri en þrjár hæðir. Þá sé búið að raða byggingum í vesturhelmingi hverfisins sitt á hvað þannig að búið sé að loka öllum sjónlínum á milli hafnarinnar og nærliggjandi byggðar. Einnig sé í deiliskipulaginu gert ráð fyrir að sumar byggingarnar geti verið með íbúðum á öllum hæðum.

„Búið sé að hrúga mikilli íbúðabyggð og nýrri starfsemi á hið umrædda svæði auk aðliggjandi svæða á grundvelli skipulagsáætlana sem séu annað hvort nýlega samþykktar eða í vinnslu. Lausnir sem lagðar séu til í umferðarmálum séu í besta falli ósannfærandi og að líkum algjörlega ófullnægjandi,“ segja kærendur.

Stutt vörn

Vörn Hafnarfjarðarbæjar var hins vegar stutt og sagðist bærinn hafa farið í einu og öllu eftir lögum og reglum við skipulagsbreytingarnar. Þá var kæruheimild kærendanna dreginn í efa og kærufrestur.

Aðalskipulagið rétthærra

Eins og áður segir tók úrskurðarnefndin undir með kærendum í málinu og felldi ákvörðun bæjarstjórnar um breytingu á deiliskipulaginu úr gildi. Vísað var til þess að aðalskipulag væri rétthærra en deiliskipulag ef þau stönguðust á.

„Eins og rakið hefur verið felur hin kærða deiliskipulagsbreyting í sér heimildir til uppbyggingar umfram það sem kveðið er á um í Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013–2025 auk þess sem ekki var fylgt þeim fyrirmælum aðal­skipulagsins að íbúðir eigi að vera á efri hæðum húsa,“ segir í niðurstöðu nefndarinnar.

Var talið að ákvörðunin væri haldin slíkum ágöllum að ekki yrði hjá komist að fella hana úr gildi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
Fréttir
Í gær

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“
Fréttir
Í gær

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti
Fréttir
Í gær

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Í gær

Biðlar til ferðamanna að bæta umgengni – Sýnir myndir af ótrúlegum sóðaskap

Biðlar til ferðamanna að bæta umgengni – Sýnir myndir af ótrúlegum sóðaskap
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi