fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fréttir

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 8. júlí 2025 19:30

Deilt er um hvort börn ættu að mega vera í Bláa lóninu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumir ferðamenn sem koma til Íslands vilja að aldurstakmark verði sett á Bláa lónið. Það eyðileggi spa-upplifunina að þriggja ára krakkar hlaupi um, æpandi og skvettandi.

„Ég veit að þessi svæði eru fyrir alla og ég býst við því að sjá fjölskyldur við fossa og á veitingastöðum á Íslandi. En ég var að horfa á myndband frá Bláa lóninu í gær og það var fullt af þriggja ára krökkum hlaupandi um og skvettandi,“ segir upphafsmaður umræðunnar um málið á samfélagsmiðlinum Reddit. Hafa skapast miklar umræður um málið á vettvangi fyrir erlenda ferðamenn.

Ferðamaðurinn segir að þetta eyðileggi spa-upplifunina á að fara í Bláa lónið.

„Að það væri til einn staður þar sem fólk kæmi ekki með lítil börn. Þau voru að hlaupa inn og út úr gufuböðum. Það væri vont að borga fyrir þetta og reyna að slaka á í gufunni með krakka í kútum hlaupandi út um allt,“ segir hann.

Ættu að vera fullorðinsdagar

Taka sumir undir þetta. Það er að lón eins og Bláa lónið séu engir staðir fyrir börn.

„Mér finnst allt of margir fara þangað með smábörnin sín,“ segir einn. „Ég hefði aldrei farið með son minn þangað fyrr en hann væri orðinn tíu ára svo hann myndi læra eitthvað af þessu. Ég fór snemma á þessu ári með eiginkonu minni og þetta var góður fullorðinstími, við þurfum á því að halda.“

„Hlaupandi út um allt og mígandi. Ég er sammála því að það ættu að vera dagar þar sem aðeins fullorðnir mega koma. Þetta er ekki vatnsleikjagarður,“ segir annar.

Áhrifavaldar miklu meira pirrandi

Aðrir koma börnunum til varnar. Nefna að þau séu ekki aðalvandamálið á svona stöðum.

„Bláa lónið er risastór sundlaug með einangruðum svæðum. Það er rólegt svæði og starfsmaður fylgir reglunum eftir. Þú ættir ekki að lenda í neinum vandræðum með að komast frá krökkum ef þú vilt,“ segir einn netverji.

„Mér finnst Instagrammararnir miklu meira pirrandi en börnin og svo eru sumir fullorðnir sem haga sér eins og börn,“ segir annar sem bendir á að Bláa lónið sé mjög stór staður sem þúsundir heimsækja á hverjum degi.

Lækningamáttur lónsins

„Bláa lónið er nógu stórt til að geta komist hjá aðstæðum sem þessum. Það er nóg pláss fyrir alla,“ segir sá þriðji. „Ég kýs miklu frekar að vera í kringum vel uppalin börn en hóp af fullum ferðamönnum eða áhrifavöldum að taka myndir af öllum.“ Þá nefnir hann einnig að Bláa lónið er talið vera gott fyrir fólk með húðvandamál þannig að börn ættu að hafa aðgang að því eins og fullorðnir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum
Fréttir
Í gær

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“