fbpx
Fimmtudagur 04.september 2025
Fréttir

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 8. júlí 2025 18:00

Akureyri. Mynd: NorthIceland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Norðurlandsd eystra hefur dæmt konu á fertugsaldri í 30 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir umferðalagabrot og líkamsmeiðingar af gáleysi. Konan lenti í árekstri á Akureyri og var gefið að sök að hafa keyrt of hratt miðað við aðstæður og verið á bíl sem var á sumardekkjum Konan var með hreina sakaskrá fyrir atvikið.

Umrætt atvik átti sér stað 10. október í fyrra. Þá hafi konan keyrt, of hratt miðað við aðstæður og á vanbúnum bíl, norður Dalsbraut á Akureyri. Þegar hún nálgaðist gatnamótin við Borgarbraut reyndi hún að hægja á bifreið sinni en þá missti bíllinn veggrip vegna hálku á veginum, rann yfir umferðareyju og lenti á bifreið sem ekið var vestur Borgarbraut. Ökumaður þeirrar bifreiðar brotnaði á vinstri úlnlið.

Konan hafði ekki komið við sögu lögreglu áður og hún játaði brot sitt skýlaust fyrir dómi. Auk áðurnefnds fangelsisdóms var konunni gert að greiða um 134 þúsund krónur í sakarkostnað til verjanda síns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kristrún og Daði taka ekki undir með Ingu: „Það er ekkert slíkt til skoðunar“

Kristrún og Daði taka ekki undir með Ingu: „Það er ekkert slíkt til skoðunar“
Fréttir
Í gær

Trump birti myndband af því þegar ellefu fíkniefnasmyglarar voru sprengdir í loft upp

Trump birti myndband af því þegar ellefu fíkniefnasmyglarar voru sprengdir í loft upp