fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fréttir

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 3. júlí 2025 18:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gæsluvarðhald hefur verið framlengt yfir franskri konu sem grunuð er um að hafa orðið eiginmanni sínum og dóttur að bana á Edition-hótelinu í Reykjavík þann 14. júní. sl. Var gæsluvarðhaldið framlengt um fjórar vikur, eða til 31. júlí, vegna rannsóknarhagsmuna

Rannsókn málsins er afar flókin og teygir sig út fyrir landsteinana. Konan er frönsk en foreldrar hennar eru asískir. Eiginmaður hennar kom frá Nýju-Kaledóníu, eyjaklasa sem tilheyrir Frakklandi, en fjölskyldan hafði verið búsett á Írlandi frá árinu 2017.

RÚV greindi frá því í gær að við upphaf ferðar fjölskyldunnar til Íslands hafi þau sent fjölskyldu mannsins þrjár erfðaskrár sem varða eignir upp á rúman milljarð íslenskra króna. Fjölskyldan hafði dvalið hér í eina viku á tveimur herbergjum á einu dýrasta hóteli landsins, Edition. Þar kostar nóttin rúmlega 150 þúsund krónur.

Konan hefur neitað sök í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum
Nova flytur á Broadway
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Í gær

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann
Fréttir
Í gær

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“