fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
Fréttir

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 2. júlí 2025 16:21

Bryndís Klara Birgisdóttir. Mynd: Facebook-síða Lindakirkju.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sautján ára piltur sem hlaut átta ára fangelsi fyrir manndráp og tvær tilraunir til manndráps á Menningarnótt árið 2024 áfrýjaði ekki dómi héraðsdóms til hærra dómsstig. Guðmund­ur St. Ragn­ars­son, lögmaður og verj­andi piltsins, staðfestir það við Mbl.is. Ákæruvaldið áfrýjaði ekki dómnum.

Pilturinn var 16 ára þegar hann framdi árásina, en hann veittist með hnífi að þremur ungmennum sem sátu í bifreið við Skúlagötu. Bryndís Klara Birgisdóttir, 17 ára, lést af sárum sínum viku eftir árásina. Önnur stúlka og drengur hlutu töluverða áverka í árásinni. 

Sjá einnig: 17 ára piltur fær 8 ára fangelsi fyrir að bana Bryndísi Klöru 

Pilturinn var ákærður í nóvember í fyrra fyrir manndráp, tvær tilraunir til manndráps og eignaspjöll á bifreiðinni. Hann var viðstaddur dómsuppkvaðningu Héraðsdóms Reykjavíkur 30. apríl. Þinghald í málinu var lokað vegna ungs aldurs brotaþola og hins ákærða. Vegna ungs aldurs hans hefur hann ekki verið nafngreindur.

Hlaut þyngstu mögulegu refsingu

Óheimilt er samkvæmt 2. tölul. 1. mgr. 74. gr. almennra hegningarlaga að dæma mann sem ekki er fullra 18 ára á verknaðarstundu til þyngri refsingar en átta ára fangelsis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“
Fréttir
Í gær

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum
Fréttir
Í gær

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt
Fréttir
Í gær

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“