fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Áhugamenn um tölvuleiki og knattspyrnu eflaust kátir – Mannanafnanefnd samþykkir eiginnöfnin Link og Baggio

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. júní 2025 13:00

Eiginnöfnin Baggio og Link voru samþykkt af Mannanafnanefnd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mannanafnanefnd hefur samþykkt nokkurn fjölda nýrra mannanafna sem tekin voru fyrir á fundi nefndarinnar þann 24. júní síðastliðinn.

Ætla má að áhugamenn um tölvuleiki og knattspyrnu séu himinlifandi því að nú geta íslenskir karlmenn tekið upp eiginnöfnin Link og Baggio. Þá voru eiginnöfnin Bíi (kk), Celina (kvk), Míló (kk), Eugenía (kvk), Anóra (kvk), Sesselíus (kk), Vava (kvk), Kareem (kk) og Star (kvk) einnig samþykkt.

Link er aðalsöguhetjan í tölveikjunum Zeldu, sem skemmt hafa landsmönnum í áratugi, og knattspyrnugoðið Roberto Baggio vann sér sess í hjörtum margra þegar hann leiddi Ítalíu í úrslitaleikinn á HM 1994, þar sem þeir bláklæddu þurftu reyndar að lúta í gras gegn ógnarsterku liði Brasilíu.

Íslendingar geta loks borið nafn knattspyrnugoðsins Roberto Baggio

Rökstuðningurinn varðandi samþykkt Link-nafnsins er einfaldlega sá að það tekur íslenska eignarfallsendingu, Links, og brýtur ekki gegn rithefðum íslenskunnar né er það talið valda neinum ama að bera nafnið. Baggio uppfyllir ekki sömu skilyrði en bent er á að um sé að ræða ítalskt tökunafn sem uppfyllir eftirfarandi lagaskilyrði að mati nefndarinnar:

„Þrátt fyrir að ekki sé hefð fyrir tökunafni á grundvelli framanritaðs telst ritháttur þess hefðbundinn sé hann gjaldgengur í veitimáli og nafnið ekki ritháttarafbrigði rótgróins nafns. Þó er áskilið að nöfn skulu rituð með bókstöfum íslenska nútímastafrófsins eða bókstöfunum c, q, w og z. Heimilt er að laga tökunafnið að almennum íslenskum ritreglum.“

Hér má lesa úrskurði Mannanafnanefndar og kynna sér rökstuðning nefndarinnar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi