fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Fréttir

Áhugamenn um tölvuleiki og knattspyrnu eflaust kátir – Mannanafnanefnd samþykkir eiginnöfnin Link og Baggio

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. júní 2025 13:00

Eiginnöfnin Baggio og Link voru samþykkt af Mannanafnanefnd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mannanafnanefnd hefur samþykkt nokkurn fjölda nýrra mannanafna sem tekin voru fyrir á fundi nefndarinnar þann 24. júní síðastliðinn.

Ætla má að áhugamenn um tölvuleiki og knattspyrnu séu himinlifandi því að nú geta íslenskir karlmenn tekið upp eiginnöfnin Link og Baggio. Þá voru eiginnöfnin Bíi (kk), Celina (kvk), Míló (kk), Eugenía (kvk), Anóra (kvk), Sesselíus (kk), Vava (kvk), Kareem (kk) og Star (kvk) einnig samþykkt.

Link er aðalsöguhetjan í tölveikjunum Zeldu, sem skemmt hafa landsmönnum í áratugi, og knattspyrnugoðið Roberto Baggio vann sér sess í hjörtum margra þegar hann leiddi Ítalíu í úrslitaleikinn á HM 1994, þar sem þeir bláklæddu þurftu reyndar að lúta í gras gegn ógnarsterku liði Brasilíu.

Íslendingar geta loks borið nafn knattspyrnugoðsins Roberto Baggio

Rökstuðningurinn varðandi samþykkt Link-nafnsins er einfaldlega sá að það tekur íslenska eignarfallsendingu, Links, og brýtur ekki gegn rithefðum íslenskunnar né er það talið valda neinum ama að bera nafnið. Baggio uppfyllir ekki sömu skilyrði en bent er á að um sé að ræða ítalskt tökunafn sem uppfyllir eftirfarandi lagaskilyrði að mati nefndarinnar:

„Þrátt fyrir að ekki sé hefð fyrir tökunafni á grundvelli framanritaðs telst ritháttur þess hefðbundinn sé hann gjaldgengur í veitimáli og nafnið ekki ritháttarafbrigði rótgróins nafns. Þó er áskilið að nöfn skulu rituð með bókstöfum íslenska nútímastafrófsins eða bókstöfunum c, q, w og z. Heimilt er að laga tökunafnið að almennum íslenskum ritreglum.“

Hér má lesa úrskurði Mannanafnanefndar og kynna sér rökstuðning nefndarinnar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Matvælafyrirtæki sagt hafa margsinnis brotið gegn reglum um dýravelferð

Matvælafyrirtæki sagt hafa margsinnis brotið gegn reglum um dýravelferð
Fréttir
Í gær

Fékk alvarlega nýrnabilun vegna notkunar geðlyfs – Hæstiréttur telur málið fordæmisgefandi

Fékk alvarlega nýrnabilun vegna notkunar geðlyfs – Hæstiréttur telur málið fordæmisgefandi
Fréttir
Í gær

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Í gær

Helgi Áss kjaftstopp: „Þetta ástand er niðurlægjandi fyrir Breiðholt“

Helgi Áss kjaftstopp: „Þetta ástand er niðurlægjandi fyrir Breiðholt“