fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Trump brjálaður yfir fréttaflutningi um að árásin hafi misheppnast

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 25. júní 2025 09:00

Donald Trump Bandaríkjaforseti. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti er vægast sagt ósáttur yfir fréttaflutningi fjölmiðla á borð við New York Times og CNN þess efnis að sprengjuárás á kjarnorkumannvirki Íran hefði misheppnast.

Skýrslu frá greiningardeild bandaríska varnarmálaráðuneytisins um þetta var lekið til fjölmiðla í gær, en í henni kemur fram að árásin hefði einungis „seinkað“ kjarnorkuáformum Írana um nokkra mánuði. Áður hafði Trump haldið því fram að árásin hefði „algerlega og gjörsamlega útrýmt“ fyrrnefndum mannvirkjum.

Trump lét til sín taka á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, þar sem hann hraunaði yfir CNN og New York Times í hástöfum. Sagði hann að miðlarnir væru að reyna að gera lítið úr einhverri best heppnuðu hernaðaraðgerð sögunnar. Sagði hann að CNN væri „falsfréttamiðill“ og New York Times væri „hnignandi“ miðill.

Karoline Leavitt, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, tók undir gagnrýni Trumps og sagði að allir vissu hvað gerðist ef 14 sprengjum, sem hver um sig er rúm 14 tonn að þyngd, er varpað á ákveðin mannvirki. „Algjör eyðilegging,“ sagði hún. Á sama tíma hefur Ísraelsher sagt að of snemmt sé að segja til um hvort aðgerðin um liðna helgi hafi heppnast fullkomlega.

Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segist ekki í vafa um að aðgerðirnar um helgina hafi heppnast. „Þessar stóru sprengjur lentu á nákvæmlega réttu stöðum og virkuðu fullkomlega. Miðað við það sem við höfum séð – og ég hef séð allt – þá eyðilagði þessi árás okkar getu Írans til að smíða kjarnorkuvopn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“