fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Útlendingar fengu tæpa 13 milljarða í fjárstyrki: „Þetta eru svakalega háar fjárhæðir“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 24. júní 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta eru svakalega háar fjárhæðir,“ segir Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Morgunblaðið í dag.

Morgunblaðið greinir frá því á forsíðu sinni að endurgreiðslur úr ríkissjóði til sveitarfélaga vegna fjárhagsaðstoðar til erlendra ríkisborgara sem hér dvelja hafi numið tæpum 13 milljörðum króna á tímabilinu 2019 til 2024. Bent er á það í umfjöllun blaðsins að líkur séu á að upphæðin sé hærri þar sem uppgjöri síðasta árs er ekki lokið að fullu.

Það var Diljá Mist sem óskaði eftir svörum varðandi þetta frá Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og barst svarið fyrir skemmstu.

Bent er á það í Morgunblaðinu að stór hluti hafi farið til Úkraínumanna sem hér dvelja en Diljá segir hátt hlutfall styrkþega af öðrum þjóðernum vekja athygli. Greiðslurnar voru hæstar árið 2023, eða tæpir 4,7 milljarðar króna.

Diljá spurði Ingu einnig hvort hún hygðist nýjar reglur um aðstoð samkvæmt ákvæðum laga. Í svarinu segir að hún hafi í hyggju að endurskoða endurgreiðslu ríkissjóðs til sveitarfélaga en gert sé ráð fyrir því að sú vinna fari fram í samráði við sveitarfélögin.

Í samtali við Morgunblaðið segir Diljá að Inga hafi svarað þessu dauflega og minnir á að Flokkur fólksins hafi keyrt á því í aðdraganda kosninga að kostnaður við málaflokk útlendinga væri of hár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hryllileg aðkoma í Súlunesi – Margrét undraðist að hún væri handtekin en ekki foreldrarnir

Hryllileg aðkoma í Súlunesi – Margrét undraðist að hún væri handtekin en ekki foreldrarnir
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hvetur foreldra til að huga að þessu – „Óbærileg fyrir börn og ungmenni sem finna sig iðulega með öllu vanmáttug í þessum aðstæðum”

Hvetur foreldra til að huga að þessu – „Óbærileg fyrir börn og ungmenni sem finna sig iðulega með öllu vanmáttug í þessum aðstæðum”
Fréttir
Í gær

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Í gær

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta