fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Útgerðin hafi fengið 135 milljarða afslátt af veiðigjöldum – „Þetta er tekjutap ríkisins“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 7. júní 2025 21:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að útgerðarfélög á Íslandi hafi fengið um 135 milljarða afslátt af veiðigjöldunum á árunum 2010-2024. Ef veiðigjöld hefðu verið í samræmi við upphaflegt viðmið þá nemi afslátturinn á þessum tíma 365 milljörðum. Þetta kemur fram í pistli Sigmundar sem birtist á Eyjunni í dag.

Sigmundur svarar þar, með sínum eigin hætti, ákalli stjórnarandstöðunnar sem hefur krafist útreikninga sem sýni hvaða áhrif fyrirhuguð hækkun veiðigjalda muni hafa á sjósækjendur og sjávarbyggðir. Sigmundur birtir því útreikning til að sýna hvaða áhrif veittur afsláttur veiðigjalda hefur haft á ríkissjóð.

„Það er raunar hægt að reikna dæmið á marga vegu. En hefði 33ja prósenta rentureglan verið efnd að fullu, sem er hlutur þjóðarinnar í auðlindinni, ætti þjóðin inni hjá útgerðinni um 135 milljarða króna frá því auðlindarentan fór að myndast fyrir röskum hálfum öðrum áratug. Þetta er tekjutap ríkisins fyrir það að leggja á of lágt veiðigjald, í öllu falli langt undir þeirri rentu sem lögin gera ráð fyrir.

Greidd veiðigjöld útgerðarinnar frá 2010 til 2020 námu að meðaltali 7 milljörðum á ári. Þau hefðu átt að vera 16 milljarðar á ári, að meðaltali, ef þjóðin hefði fengið gjöld sín greidd að fullu. Mismunurinn er 9 milljarðar á ári á ellefu ára tímabili, eða samtals 99 milljarðar króna. Ef sá mismunur er yfirfærður á árin 2021 til 2024, fæst samtalan 135 milljarðar, sem útgerðin fékk í afslátt af lögboðnum gjöldum á umræddum tíma.“

Sigmundur minnir á að fyrst hafi staðið til að miða renturegluna við 65 prósent. Þá hefðu veiðigjöld numið um 30 milljörðum á ári síðustu 15 ár, í stað 7 milljarða. Þar með hefði afslátturinn til útgerðarinnar numið 354 milljörðum á þessum tíma, en þeim pening hefði mátt verja í að til dæmis viðhalda og leggja vegi.

„Það er svo að vonum, að stjórnarandstöðuþingmenn á Alþingi, sem gráta í pontu yfir píningu ríkustu greifa landsins þessi dægrin, þakki mér fyrir innsenda umsögn. Eftir nógu mörgum útreikningum hafa þeir kallað. Því af tölunum skulið þið þekkja þá.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“