fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Íbúar að verða trylltir á dularfullu „djöflablístri“ við Hallgerðargötu – „Búið að halda fyrir mér vöku síðustu tvær nætur“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 4. júní 2025 20:00

Blístrið heyrist á afmörkuðu svæði. Skjáskot/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í Laugarneshverfi, einkum nálægt Hallgerðargötu, eru að verða vitlausir á skerandi blístri sem heyrist í norðanáttinni. Þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir hafa íbúar engin svör fengið frá heilbrigðiseftirlitinu.

„Þetta var stanslaust í tvo sólarhringa á meðan það var sem hvassast,“ segir íbúi í hverfinu sem DV ræddi við um málið. „Þetta kemur í norðanátt og er ofboðslega hátt en heyrist á mjög þröngu svæði.“

Undanfarna daga hefur blásið hressilega og stöðugt að norðan. Almennt séð hafa íbúar höfuðborgarsvæðisins sloppið hvað best í þessu óveðri, sem Almannavarnir skelltu á óvissustigi og appelsínugulri viðvörun vegna. En þó má segja að íbúar Laugarneshverfis hafi fengið að kenna á því í formi skelfilegrar hljóðmengunar.

Mikið er af nýbyggingum við Hallgerðargötu og líklegt verður að teljast að hljóðið myndist vegna einhverrar óheppilegrar hönnunar á svæðinu. Hvorki íbúinn sem DV ræddi við né aðrir hafa þó náð að komast að því nákvæmlega hvaðan þetta skerandi ýl kemur.

Hafa margir sent fyrirspurnir á Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vegna málsins en enn sem komið er er lítið um svör.

„Við höfum ekki fengið nein svör. Það er margbúið að kvarta undan þessu,“ segir íbúinn.

Eins og í hryllingsmynd

Málið hefur mikið verið rætt í íbúagrúbbu Laugarneshverfis. Þar er hljóðinu lýst sem „djöflablístri“. Eru sem flestir íbúar hvattir til að senda heilbrigðiseftirlitinu bréf svo ekki verði hægt að hundsa íbúana.

„Þetta blístur heyrist vel hjá mér á Silfurteigi 1. Þetta er óþolandi hljóðmengun,“ segir einn. „Núna er norðanátt eða norðvestlæg átt og þá berst þetta á Silfurteiginn.“

Hljóð
play-sharp-fill

Hljóð

„Heyrði þetta í nótt, skildi ekkert hvað þetta var, bý á Sundlaugavegi,“ segir ein kona. „Ég var á Hallgerðargötu áðan og hljóðin þar eru alveg hræðileg. Spurning hvort ekki er tilvalið að nota þetta í hryllingsmynd!,“ segir önnur. „Þetta er óþolandi, búið að halda fyrir mér vöku síðustu tvær nætur,“ segir enn önnur. „Úff, ég er alveg missa mig. Búið að vera stanslaust frá því á mánudag,“ segir ein.

Ein kona er með tilgátu um að blístrið komi frá svölum. Einnig að það sé mikið bergmál í götunni sem magni upp hljóðið.

Skaðlegt heilsu

Auk þess að senda á heilbrigðiseftirlitið bendi einn maður á að hægt sé að bera málið undir byggingafulltrúa borgarinnar og vísar í lög um mannvirki. Það er:

„Sé ásigkomulagi, frágangi, umhverfi eða viðhaldi húss, annars mannvirkis eða lóðar ábótavant, af því stafar hætta eða það telst skaðlegt heilsu að mati byggingarfulltrúa eða [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]..“

Hafa íbúar tekið upp myndbönd þar sem hljóðið heyrist og birt í grúbbunni. DV hefur ekki náð í heilbrigðiseftirlitið vegna málsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“
Hide picture