fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fréttir

Réttarhöldin yfir Ymi Art framundan – Ákærður fyrir að hafa myrt móður sína með 22 hnífstungum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 29. maí 2025 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalmeðferð yfir Ymi Art Runólfssyni, sem ákærður hefur verið fyrir morð á 68 ára gamalli móður sinni, á heimili hennar í Breiðholti í fyrrahaust, verður við Héraðsdóm Reykjavíkur í næstu viku, þann 5. júní.

Í ákæru er Ymur sagður hafa banað móður sinni með því að stinga hana að minnsta kosti 22 sinnum með hnífi í brjóstsvæði, handleggi og hendur. Hnífstungurnar gengu m.a. inn í hægra lunga, sem leiddi til dauða hennar.

Sjá einnig: Blóðidrifin saga Yms – Stakk föður sinn og banaði móður sinni

Að sögn Karls Inga Vilbergssonar, saksóknara hjá Embætti héraðssaksóknara, liggur ekki fyrir hvort þinghald verið opið eða lokað í málinu. Segir hann ekki vera búið að taka afstöðu til þess. Lokuð þinghöld í morðmálum hafa færst í vöxt undanfarin ár, að einhverju leyti vegna þess að í sumum tilvikum hafa gerendur eða brotaþolar verið undir lögaldri.

Karl Ingi segir að ekki liggi fyrir hvað hann krefjist þungrar refsingar yfir Ymi. Ennfremur segir henn að ekki liggi fyrir hvort Ymur er metinn sakhæfur eða ekki. „Yfirsakhæfismat er í vinnslu, er ekki komið, en hann var metinn ósakhæfur í undirsakhæfismati,“ segir Karl Ingi. Hann segir að þinghald sé ekki frekar lokað sé sakborningur metinn ósakhæfur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ný skýrsla – Hætta á efnahagslegu hruni í Rússlandi vegna bónusgreiðslna til hermanna

Ný skýrsla – Hætta á efnahagslegu hruni í Rússlandi vegna bónusgreiðslna til hermanna
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kremlverjinn sem er úlfur í sauðargæru og hefur góðar ástæður fyrir að hóta Vesturlöndum

Kremlverjinn sem er úlfur í sauðargæru og hefur góðar ástæður fyrir að hóta Vesturlöndum
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Bróðir Margrétar krefur hana um miskabætur

Súlunesmálið: Bróðir Margrétar krefur hana um miskabætur
Fréttir
Í gær

Ísland langdýrast heim að sækja – Þessu getur Kaninn búist við að eyða á dag

Ísland langdýrast heim að sækja – Þessu getur Kaninn búist við að eyða á dag