fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Penninn Eymundsson opnar 350 fm verslun í nýjum verslunarkjarna á Selfossi

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 29. maí 2025 13:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Penninn Eymundsson opnar nýja og stærri verslun í glænýjum verslunarkjarna við Larsenstræti á Selfossi. Auk verslunar Pennans Eymundsson verða tískuvöruverslunin Gina Tricot og barnafataverslunin Emil og Lína opnaðar í verslunarkjarnanum. Í sumar er svo gert ráð fyrir að H-verslun opni í sama verslunarkjarna, eins og segir í fréttatilkynningu.

Verslanirnar hafa hver sína sérstöðu og auka þannig við lifandi og fjölbreytt verslunarumhverfi í hjarta aðalverslunarhverfis Selfoss við Larsenstræti. Þar eru fyrir verslanir eins og Bónus, ÁTVR, Lindex ásamt Húsasmiðjunni og Byko.

Verslanirnar bjóða því til veglegrar opnunarhátíðar við verslunarkjarnann laugardaginn 31. maí  og hefst hún kl. 11.45 á því að nafn verslunarkjarnans verður tilkynnt.

Dagskráin á laugardag er eftirfarandi:

11:45 Tilkynnt nafn á húsinu það er Larsenstræti 2

11:50 DJ

12:00 Verslanir opna

13:30 Skítamórall spilar sín þekktustu lög

14:30 Cirkus Íslands

Öllum gestkomandi verður boðið upp á kaffi í boði Sjöstrand

Penninn Eymundsson er leiðandi íslensk bókabúðakeðja sem býður fjölbreytt úrval af bókum, ritföngum, rekstrarvörum og gjafavörum fyrir alla aldurshópa.

„Okkur hefur lengi langað til að gera vöruúrval okkar aðgengilegra á Selfossi en samfélagið þar fer sívaxandi. Við opnuðum litla búð í nýja miðbænum árið 2023 og reiknuðum með að fá stærra pláss þar til framtíðar,“ segir Ingimar Jónsson, forstjóri Pennans Eymundsson. Hann segir að það hafi hins vegar dregist.

„Þannig að þegar okkur bauðst að fá 350 fermetra pláss í nýju húsi við Larsenstræti ákváðum við að stökkva á það og loka litlu búðinni. Auk þess að bjóða upp á fjölbreytt úrval bóka, ritfanga og gjafavara verður mikið úrval af barnabókum, leikföngum, litabókum og vörum fyrir börn enda engin þannig verslun á Selfoss,“ segir Ingimar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Í gær

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs
Fréttir
Í gær

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samþykkt að byggja fjölbýlishús í Reykjanesbæ nærri mögulegu flóðasvæði

Samþykkt að byggja fjölbýlishús í Reykjanesbæ nærri mögulegu flóðasvæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“