Morgunblaðið greinir frá þessu á forsíðu sinni í dag en starfið sem um ræðir er endurvakið embætti vararíkislögreglustjóra.
Eins og greint hefur verið frá hefur Helgi Magnús verið verkefnalaus síðustu mánuði eftir að Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari ákvað að afþakka vinnuframlag hans.
Í frétt Morgunblaðsins kemur fram að ekki hafi verið skipað í embætti vararíkislögreglustjóra frá árinu 2010 og ekki sé gert ráð fyrir því í skipuriti embættis ríkislögreglustjóra.
Niðurstaða er þó ekki komin í málið og mun Helgi Magnús getað afþakkað flutninginn.
Fari svo getur hann haldið óskertum launum út skipunartíma sinn en vararíkissaksóknari er skipaður ævilangt samkvæmt gildandi lögum. Bent er á það í frétt Morgunblaðsins að Helgi Magnús sé 61 árs og myndi þá halda launum án vinnuframlags þar til hann verður sjötugur, eða næstu níu árin.