fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
Fréttir

Rekstur kísilversins á Bakka stöðvaður tímabundið – 80 sagt upp

Ritstjórn DV
Mánudaginn 26. maí 2025 22:29

Kísilver PCC á Bakka.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

PCC hefur tilkynnt að rekstur kísilmálmverksmiðju (kísilvers) fyrirtækisins á Bakka á Húsavík verði stöðvaður um óákveðinn tíma og 80 starfsmönnum  sagt upp. Á Facebook-síðu fyrirtækisins segir að reksturinn verði stöðvaður tímabundið frá og með miðjum júlí næstkomandi og verði endurræstur þegar aðtæður á markaði batni.

Fjallað hefur verið um undanfarið að reksturinn hafi gengið illa. Í yfirlýsingu fyrirtækisins segir að erfiðar markaðsaðstæður og tollastríð eigi stærstan þátt í þessu.

Fyrirtækið segir erfitt að keppa við ódýran innfluttan kísilmálm frá Kína sem sé framleiddur með lakari sjálfbærni- og umhverfisstöðlum. Þetta hafi mikil áhrif á markaðsverð hér á landi. Afar mikilvægt sé að íslensk stjórnvöld hraði skoðun á markaðsaðstæðum sem fyrirtæki eins og PCC glími við í ljósi þessa innflutnings frá Kína. Fyrirtækið hafi kært innflutning á kísilmálmi á undirverði til fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Einnig er minnt á að samtök framleiðenda kísilmálms í Evrópu hafi farið fram á verndartolla til að koma í veg fyrir að framleiðslan á þessum málmi sem sé afar mikilvæg leggist alfarið af í álfunni.

PCC segir að á meðan rekstrarstöðvun standi verði ráðist í ýmsar umbætur og reksturinn í heild endurskipulagður. Ætlunin sé að vera til reiðu til að hefja framleiðsluna aftur með skömmum fyrirvara um leið og aðstæður leyfi. Fyrirtækið sé staðráðið í að þróa verksmiðjuna áfram enda sé hún ein umhverfisvænsta kísilmálmverksmiðja heims.

PCC segir að lokum að 80 starfsmönnum verði sagt upp. Fyrirtækið harmar þau áhrif sem það mun hafa og ætlunin sé að halda áfram samtali við hagsmunaaðila til að finna lausn svo hægt sé að endurræsa verksmiðjuna þegar markaðsaðstæður leyfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

FESTI aðalstyrktaraðili Félags kvenna í atvinnulífinu

FESTI aðalstyrktaraðili Félags kvenna í atvinnulífinu
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Stefán Máni segir frá tálbeitunni sem fylgt hefur honum í 17 ár – „Ég opnaði bara einhverjar dyr og Hörður gekk inn um þær“

Stefán Máni segir frá tálbeitunni sem fylgt hefur honum í 17 ár – „Ég opnaði bara einhverjar dyr og Hörður gekk inn um þær“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Einar segir stöðuna að teiknast upp á verri veg – Lítið skyggni á Reykjanesbraut

Einar segir stöðuna að teiknast upp á verri veg – Lítið skyggni á Reykjanesbraut
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lögregla vísar fólki úr röðum við hjólbarðaverkstæði – Vanbúnir bílar fjarlægðir með dráttarbílum

Lögregla vísar fólki úr röðum við hjólbarðaverkstæði – Vanbúnir bílar fjarlægðir með dráttarbílum
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Lögregla með áríðandi tilkynningu – Mjög slæm færð á höfuðborgarsvæðinu

Lögregla með áríðandi tilkynningu – Mjög slæm færð á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Bætir í snjókomuna í dag – Gul viðvörun í gildi

Bætir í snjókomuna í dag – Gul viðvörun í gildi