Nýtt myndband frá vettvangi hnífstunguárásar við Skyggnisbraut í Úlfarsárdal sýnir meintan árásarmann munda stórt eggvopn og kona sem virðist tengjast málsaðilum öskrar hástöfum í mikilli örvæntingu.
DV hefur fjallað um málið í dag og birt myndband af árásinni. Myndband sem birtist hér neðst í fréttinni er skýrara en myndbandið í fyrri fréttinni. Virðist það vera tekið í kjölfar hnífstunguárásarinnar.
Lögreglan fékk tilkynningu um árásina um þrjúleytið í dag. Var lögregla með mikinn viðbúnað á vettvangi og naut aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Mannsins var leitað um stund eftir að viðbragðsaðilar komu á vettvang en var síðan handtekinn. Árásarþoli var fluttur á slysadeild en ekki er vitað um alvarleika áverkanna eða ástand hans.
Lögregla sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu um málið:
Rannsókn málsins er á frumstigi og ekki verða veittar frekari upplýsingar að svo stöddu.“
Íbúar í hverfinu eru mjög slegnir vegna atburðarins enda átti árásin sér stað um hájartan dag úti á götu í barnmörgu hverfi. „Við erum að spjalla saman hérna nokkrir nágrannar og við erum mjög skelkuð eftir að hafa séð þetta myndband,“ segir einn íbúi í samtali við DV fyrr í dag.
Myndbandið frá vettvangi árásarinnar má sjá hér að neðan: