Fjallað er um þetta í Morgunblaðinu í dag og bent á hvað einstaka tegundir hafa hækkað mikið í verði. Þannig hafi til dæmis 400 gramma poki af French Roast-baunum frá Te & kaffi hækkað um 33% í Nettó á árinu og poki af Rúbín-kaffi hækkað um 19% í Krónunni.
Birgjar hafa hækkað verð að undanförnu og segir til dæmis í frétt Morgunblaðsins að Coca Cola hafi látið viðskiptavini sína vita af hækkunum á heimsmarkaðsverði. Verðið hafi hækkað um 19% frá áramótum og 92% á síðustu 12 mánuðum.
Ástæða hækkunarinnar er uppskerubrestur sem hefur orðið á stærstu ræktunarsvæðum heimsins og segir Guðmundur að lagerstaða á hrákaffi sé sögulega lág. Segir hann að verð á heimsmörkuðum sé enn í hæstu hæðum og ekki útlit fyrir annað en að það verði það áfram út árið og mögulega lengur.
„Við getum ekki annað en hækkað verðið til að stemma stigu við þessu. Við verðum að geta staðið við skuldbindingar okkar gagnvart birgjum og halda rekstrinum á réttum kili,“ segir Guðmundur við Morgunblaðið þar sem nánar er fjallað um málið.