fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Þess vegna er kaffið orðið svona dýrt – „Við getum ekki annað en hækkað“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 19. maí 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Halldórsson, framkvæmdastjóri Te & kaffi, segir að innkaupsverð fyrirtækisins sé orðið næstum tvöfalt hærra en á síðasta ári og bæst hafi við hundruð milljóna króna í aukinn innkaupakostnað. Kaffiverð hefur hækkað mikið frá síðustu áramótum og sér ekki enn fyrir endann á þessum hækkunum.

Fjallað er um þetta í Morgunblaðinu í dag og bent á hvað einstaka tegundir hafa hækkað mikið í verði. Þannig hafi til dæmis 400 gramma poki af French Roast-baunum frá Te & kaffi hækkað um 33% í Nettó á árinu og poki af Rúbín-kaffi hækkað um 19% í Krónunni.

Birgjar hafa hækkað verð að undanförnu og segir til dæmis í frétt Morgunblaðsins að Coca Cola hafi látið viðskiptavini sína vita af hækkunum á heimsmarkaðsverði. Verðið hafi hækkað um 19% frá áramótum og 92% á síðustu 12 mánuðum.

Ástæða hækkunarinnar er uppskerubrestur sem hefur orðið á stærstu ræktunarsvæðum heimsins og segir Guðmundur að lagerstaða á hrákaffi sé sögulega lág. Segir hann að verð á heimsmörkuðum sé enn í hæstu hæðum og ekki útlit fyrir annað en að það verði það áfram út árið og mögulega lengur.

„Við get­um ekki annað en hækkað verðið til að stemma stigu við þessu. Við verðum að geta staðið við skuld­bind­ing­ar okk­ar gagn­vart birgj­um og halda rekstr­in­um á rétt­um kili,“ segir Guðmundur við Morgunblaðið þar sem nánar er fjallað um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir Sigríði Björk mann að meiri – „Við þá sem hefðu viljað sjá meira blóð renna vil ég segja“

Segir Sigríði Björk mann að meiri – „Við þá sem hefðu viljað sjá meira blóð renna vil ég segja“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segir vexti stappa nærri sturlun og vaxtamunur hvergi meiri í Evrópu

Segir vexti stappa nærri sturlun og vaxtamunur hvergi meiri í Evrópu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar kjörinn

Nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar kjörinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila