fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa

Ritstjórn DV
Laugardaginn 10. maí 2025 08:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðal verkefna sem komu til kasta Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt var að tilkynnt var um fjóra aðila að stela í matvöruverslun. Réðust fjórmenningarnir á starfsmann sem var að reyna að stoppa þá. Lögreglan fór á vettvang en aðilarnir fjórir fundust ekki.

Meðal annarra verkefna voru erlendir ferðamenn komu á lögreglustöðina hvið Hverfisgötu og tilkynntu vasaþjófnað í miðbæ Reykjarvíkur.

Tilkynnt var um bílveltu, ökumaðurinn var einn í bifreiðinni og var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis, farið var með hann á bráðamóttöku til skoðunar og síðan var hann vistaður í fangaklefa vegna rannsóknar málsins.

Tilkynnt var um aðila sem voru að reyna að brjótast inn á sameign í fjölbýli, lögreglan fór á vettvang en hverjar lyktir málsins urðu kemur ekki fram í tilkynningu lögreglu.

Tilkynnt var um húsbrot og líkamsárás í heima húsi. Lögreglan fór á vettvang til að rannsaka málið en aðilinn var farinn af vettvangi.

Tilkynnt var um ökumann að spóla í hringi á bifreiðaplani fyrir utan verslun, bifreiðinn var farin þegar lögreglan kom.

Tilkynnt var um líkamsárás í heimahúsi, lögreglan fór á vettvang og var einn handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna rannsóknar málsins.

Loks má geta þess að tilkynnt var um unglingasamkvæmi, lögreglan fór á vettvang en hvort endir var þar með bundinn á samkvæmið kemur ekki fram í tilkynningu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald
Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna
Fréttir
Í gær

Segir nauðsynlegt að takmarka Airbnb og setja á leigubremsu

Segir nauðsynlegt að takmarka Airbnb og setja á leigubremsu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Prís alltaf verið með lægsta verðið

Prís alltaf verið með lægsta verðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness