fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Ódýrara að fljúga í gegnum Ísland en að taka lest heim – „Til fjandans með lestirnar!“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 9. maí 2025 20:30

Færsla Muscab Salad hefur vakið mikla athygli og umtal um verð á lestarmiðum í Bretlandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur komið fyrir að það sé ódýrara að fara lengri leið þó að hitt sé algengara. Sjaldgæft er hins vegar að það sé ódýrara að fara í gegnum annað land en beina leið innanlands.

Þessu lenti breskur maður að nafni Muscab Salad í þegar hann var á leið heim til London frá Manchester. Reyndist það vera ódýrara að taka flug til Íslands og þaðan til London en að kaupa einn lestarmiða.

Greint er frá málinu í vefmiðlinum Ladbible en Muscab hafði sagt frá þessu á samfélagsmiðlasíðu sinni.

Innan við helmingur af verðinu

Muscab er búsettur í London og fór í ferðalag til Manchester. Þegar hann ætlaði að panta sér lestarmiða heim brá honum heldur betur í brún. Miðinn kostaði lítil 130 pund, eða um 22.500 krónur. Fannst honum þetta fáránlegt og fór að leita að öðrum leiðum heim.

Fann hann flug frá Manchester til Íslands og þaðan til London á innan við helming þessa verðs. Það er flug með flugfélaginu Jet2 kostaði aðeins 21 pund til Keflavíkur og 36 pund þaðan til London með Play. Það gera samanlagt 57 pund, eða rúmlga 9.900 krónur.

„Ég mæli hiklaust með því að fólk taki svona dagsferðir. Til fjandans með lestirnar!“ sagði Muscab í myndbandi sem hann birti. Þurfti hann að dvelja í alls 18 klukkutíma á Íslandi á milli flugferðanna. En hann hafði tíma til þess. „Mig langaði til þess að fara einhvern tímann til Íslands þannig að ég hugsaði með mér að ég gæti alveg eins gert það í bakaleiðinni,“ sagði hann.

Prófaði náttúrulaug og hákarl

Muscab sat ekki bara og beið á flugvellinum í Keflavík. Hann skrapp inn í Reykjavík og naut ferðarinnar. Að hans sögn var þetta mjög góður dagur.

„Ég fór í náttúrulaug og prófaði þjóðarréttinn sem er kæstur hákarl. Hann var betri á bragðið en ég bjóst við,“ sagði Muscab.

Hittast á Spáni frekar en í heimalandinu

Færsla Muscab hefur fengið mikla athygli í Bretlandi og hefur hún opnað á umræðuna um hversu dýrar lestarsamgöngur þar í landi geta verið.

„Jafn vel þó þú bókir með góðum fyrirvara er það samt dýrt. Það er enn þá ódýrara að fljúga,“ sagði Muscab og benti á að breska lestarkerfið væri það dýrasta í Evrópu. „Það er ódýrara að hittast á Spáni en að hittast í Manchester, hversu fáránlegt er það?“

Þá sagðist hann klárlega ætla að endurtaka leikinn frekar en að taka lest heim.

„Að koma til annars lands er ekki slæmt, það er bónus. Ég er ánægður með að hafa fengið tækifærið til að koma til Íslands. Ég mæli með að fólk ferðist, það er mun ódýrara en fólk heldur.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gunnar Smári: Samstöðin gæti lokað í kvöld

Gunnar Smári: Samstöðin gæti lokað í kvöld
Fréttir
Í gær

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur telur að höfundarréttarlög hafi verið brotin með múmínlundinum – „Mér finnst það mjög líklegt já“

Sérfræðingur telur að höfundarréttarlög hafi verið brotin með múmínlundinum – „Mér finnst það mjög líklegt já“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“