fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Kastrup enn lokað en borð dekkuð – Gestir fengu ekki að borga fyrir matinn þegar skellt var í lás

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 9. maí 2025 13:45

Mynd; DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitingastaðurinn vinsæli, Kastrup, hefur enn ekki verið opnaður, eftir skyndilega lokun upp úr hádegi síðastliðinn föstudag, að kröfu Ríkisskattstjóra. Lögregla og fulltrúi Ríkisskattstjóra innsigluðu veitingastaðinn þá staðinn, sem þá var þéttsetinn gestum. Gestir voru reknir út og fengu ekki einu sinni að greiða fyrir veitingarnar, nokkuð sem ekki hefur hjálpað upp á fjárhag staðarins.

Aðgerðirnar fyrir viku þótti gestum vera óþarfalega harkalegar. Lokunin stafaði af vanskilum á opinberum gjöldum. Ekki hefur verið krafist gjaldþrotaúrskurðar og eigandinn, Jón Mýrdal, fullyrðir að staðurinn standi ekki frammi fyrir gjaldþroti.

Mynd: DV/KSJ

Hann útskýrði stöðuna í Facebook-pistli síðastliðinn föstudag:

„Mig langar að biðja ykkur, kæru viðskiptavinir og vinir, afsökunar á því að þið sem áttuð bókað borð á Kastrup um helgina munuð koma að lokuðum dyrum. Mikið væri ég til í að taka á móti ykkur.

Veitingastaðurinn Kastrup gengur vel og ég skildi sem svo að ég hefði út daginn – og raunar helgina, til að klára samninga vegna skattaskuldar sem ég tek sannarlega ábyrgð á.

Kastrup er ekki gjaldþrota, en ég skulda skatta eftir erfiða hjalla undanfarin ár sem ég hélt loks að ég sæi fyrir endann á. En fulltrúar hins opinbera mættu á Kastrup uppúr hádegi í dag og innsigluðu staðinn vegna þeirrar skattaskuldar.

Að hið opinbera taki slíka ákvörðun á föstudagseftirmiðdegi er ekkert djók. Engar tilraunir mínar til að reyna að ná sambandi við embættismennina sem tóku ákvörðunina skilaði nokkrum árangri.

Eftir stendur að lögreglumenn skipuðu gestum að yfirgefa staðinn samstundis, án þess að þeir næðu að klára úr glösum eða gera upp reikninginn.

Það finnst mér ömurlegt og ég bið ykkur innilega afsökunar á því.

Ég stefni hins vegar á að semja um allt saman á mánudaginn, þegar hið opinbera opnar loks skrifstofurnar á ný.

Lifi Kastrup!“

„Vonandi“

Ekki náðist samband við Jón við vinnslu þessarar fréttar en DV fór á vettvang. Dyrnar voru læstar en ung kona var að störfum inni á staðnum við að raða til stólum og leggja dúka  á borð. Leit matsalurinn úr eins og verið væri að búa staðinn undir opnun.

Starfskonan ræddi stuttlega við DV í dyrunum. Hún sagðist ekki vita hvort og hvenær staðurinn yrði opnaður en vonandi mjög fljótlega. Verið væri að gera staðinn klára fyrir opnun sem þó virðist ekki vera komin tímasetning á.

Mynd: DV/KSJ

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Trump opnar á „beinbrjótandi“ refsiaðgerðir gegn Rússlandi

Trump opnar á „beinbrjótandi“ refsiaðgerðir gegn Rússlandi
Fréttir
Í gær

Segir magnað að hlusta á málflutning Þorvalds um lekamálið – „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“

Segir magnað að hlusta á málflutning Þorvalds um lekamálið – „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu