fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Skagfirðingur á níræðisaldri keyrði fullur og lét sig hverfa

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 7. maí 2025 14:30

Maðurinn var ölvaður þegar hann ók af stað frá bílastæði sundlaugarinnar á Hofsósi. Mynd: Skjáskot/Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður á níræðisaldri sem skráður er með lögheimili í Skagafirði hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Norðurlands vestra fyrir ölvun við akstur. Upphaflega tókst að birta manninum ákæruna í málinu en síðan þá hefur hins vegar ekkert gengið að ná sambandi við manninn sem er sagður dvelja langdvölum erlendis og því var dómurinn kveðinn upp að honum fjarstöddum.

Hvorki náðist í manninn á meðan rekstri málsins stóð fyrir dómi né til að birta honum dóminn og því er dómsorðið birt í Lögbirtingablaðinu í dag en dómurinn var kveðinn upp fyrir nokkrum dögum.

Maðurinn var fyrst ákærður í maí 2023 en málið var þingfest í október sama ár. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í september 2022 keyrt undir áhrifum áfengis frá sundlauginni á Hofsósi að höfninni í þorpinu. Ók hann utan í aðra bifreið á leið sinni frá bílastæði sundlaugarinnar. Magn vínanda í blóði hans mældist 1,81 prómill en leyfilegt hámarksmagn við akstur er 0,2 prómill.

Í dómnum segir að tekist hafi að birta manninum ákæruna í október 2023 og hann þá óskað eftir því að tiltekinn lögmaður yrði skipaður verjandi hans. Við því var orðið en lögmanninum tókst ekki að ná sambandi við manninn þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Segir í dómnum að ástæðan fyrir því hversu illa lögmanninum gekk að ná í manninn hafi verið sú að hann virðist dveljast langdvölum í austurlöndum fjær. Lögmaðurinn sagði manninn ekki svara ítrekuðum símtölum hans og raunar virtist sem að uppgefið símanúmer hans væri óvirkt.

Taka tvö

Lögmaðurinn gafst á endanum upp á því að reyna að ná í manninn og sagði sig frá málinu. Þá var ákveðið að birta manninum ákæruna upp á nýtt og var það gert í Lögbirtingablaðinu í mars á þessu ári.

Maðurinn mætti hins vegar ekki þegar málið var tekið fyrir í lok apríl og þar af leiðandi var hann sakfelldur. Í dómnum kemur fram að hann hafi áður hlotið refsingu en fyrra brot hafi ekki nein áhrif á þetta mál.

Við hæfi þótti að dæma manninn til að greiða 240.000 króna sekt og svipta hann ökuréttindum í tvö og hálft ár. Greiði hann ekki sektina innan fjögurra vikna þarf hann í staðinn að sitja í fangelsi í 18 daga.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Umdeilt 200 milljóna króna listaverk á að rísa í Vestmannaeyjum

Umdeilt 200 milljóna króna listaverk á að rísa í Vestmannaeyjum
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Engar eignir fundust í gjaldþrota félagi Gumma kíró – „Þetta er heil­mik­ill lær­dóm­ur“

Engar eignir fundust í gjaldþrota félagi Gumma kíró – „Þetta er heil­mik­ill lær­dóm­ur“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Marjorie Taylor Green gagnrýnir Trump harðlega – „Ég er pirruð“

Marjorie Taylor Green gagnrýnir Trump harðlega – „Ég er pirruð“
Fréttir
Í gær

„Útlínur sigurs okkar eru nú þegar augljósar“ segir ráðgjafi Pútíns – En vikan verður Rússum erfið

„Útlínur sigurs okkar eru nú þegar augljósar“ segir ráðgjafi Pútíns – En vikan verður Rússum erfið