fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 6. maí 2025 08:00

Loftmynd af framkvæmdasvæðinu. Mynd:NK News

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar eru byrjaðir að smíða brú yfir ána Tumen. Mun brúin tengja Rússland og Norður-Kóreu og verður fyrsta vegtengingin á milli þessara tveggja einræðisríkja. Þykir smíði hennar vera til marks um aukin samskipti og samstarf ríkjanna.

Mikhail Mishustin, forsætisráðherra Rússlands, ávarpaði brúarsmiðina og fleiri á miðvikudag í síðustu viku í gegnum fjarfundabúnað og sagði að þetta væri fyrsta brúin, ætluð bílum og öðrum vélknúnum ökutækjum, á milli Rússlands og Norður-Kóreu og marki tímamót í samskiptum ríkjanna.

Brúin verður 4,7 km að lengd, eru aðliggjandi vegir þá meðtaldir. 424 vegtenging verður gerð í Rússlandi og 581 metra vegtengin í Norður-Kóreu að sögn rússnesku Tass ríkisfréttastofunnar.  Brúin verður sjö metrar á breidd og smíði hennar mun kosta sem nemur um 14 milljörðum króna.

Verkinu á að vera lokið í árslok 2026 og segja Rússar að með tilkomu hennar muni samskipti íbúa ríkjanna tveggja aukast, fleiri ferðamenn muni fara á milli ríkjanna og vöruskipti muni aukast.

Fyrir er ein brú á milli ríkjanna sem er aðeins ætluð járnbrautarlestum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn
Fréttir
Í gær

Fyrrum bæjarfulltrúi dreginn fyrir dóm í leigudeilu – Lætur ekki ná í sig í Noregi

Fyrrum bæjarfulltrúi dreginn fyrir dóm í leigudeilu – Lætur ekki ná í sig í Noregi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að algengasta verkjalyf heims gæti aukið líkur á einhverfu og ADHD

Telja að algengasta verkjalyf heims gæti aukið líkur á einhverfu og ADHD
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framkvæmdir við græna gímaldið ekki stöðvaðar

Framkvæmdir við græna gímaldið ekki stöðvaðar