fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Sólveig Anna hæðist að Valdimar Leó sem ekki fékk greidd laun hjá Virðingu – „Karlgreyið“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 4. maí 2025 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í hæðnisfullum tóni, að það sé ömurlegt að Valdimar Leó Friðiksson hafi ekki fengið greidd laun eftir að hann réði sig sem framkvæmdastjóri stéttarfélagsins Virðingu.

Sólveig Anna kallar Virðingu svika-stéttarfélag. Efling hefur staðið fyrir mótmælaaðgerðum fyrir utan veitingastaði með starfsfólk sem eru félagar í Virðingu. Segir Efling að félagið hafi verið stofnað af atvinnurekendum í veitingageiranum í því skyni að koma starfsfólki á lakari kjör en Efling hefur samið um við atvinnurekendur.

Fyrir skömmu bauð Valdimar Leó sig fram til embættis forseta ÍSÍ, enda hefur hann langa og mikla reynslu af félagsstarfi í íþróttahreyfingunni. Sólveig Anna gagnrýndi að í viðtali sem RÚV birti við Valdimar Leó í tilefni af framboðinu hafi ekki verið minnst á tengsl hans við Virðingu.

Sjá einnig: Sólveig Anna blandar sér í ÍSÍ kosninguna – Hjólar í Valdimar Leó og íþróttafréttamann RÚV

Valdimar Leó gerði athugasemdir við fréttaflutning af þessum ummælum Sólveigar Önnu og benti á að hann væri hættur í Eflingu. Ennfremur benti hann á að hann hafi ekki komið að stofnun félagsins og því sé hann ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins, en Efling kærði Virðingu til stofnunarinnar.

Valdimar Leó segist hafa rift ráðningarsamningi sínum við Virðingu. Ástæðan sé sú að hann hafi ekki fengið nein laun greidd. Þá sé hann ekki til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu þar sem hann hafi ekki komið nálægt stofnun Virðingar.

Sjá einnig: Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Sólveig Anna birtir skjáskot af frétt DV um málið. Hún segist vona að Valdimar geti leitað til alvöru stéttarfélags og fengið hjálp vegna launaþjófnaðarins sem hann varð fyrir. Sólveig Anna segir á Facebook:

„Aumingja Valdimar Leó. Ömurlegt að ráða sig sem framkvæmdastjóra svika-stéttarfélags sem stofnað er í þeim eina tilgangi að lækka laun starfsfólks og skerða þeirra mikilvægustu réttindi og lenda svo í því að fá ekki laun greidd. Hann hefði nú ekki getað séð það fyrir. Karlgreyið.

Við hljótum öll að vona að Valdimar geti leitað til alvöru stéttarfélags og fengið þar hjálp. Við ættum kannski að bjóða honum að leita til Eflingar?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir þetta bestu fjárfestingu einstaklinga – „Þá fer þetta á autopilot“

Segir þetta bestu fjárfestingu einstaklinga – „Þá fer þetta á autopilot“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Óðu grímuklæddir inn í herbergi á Akureyri og skelfdu mann sem var að gefa ketti

Óðu grímuklæddir inn í herbergi á Akureyri og skelfdu mann sem var að gefa ketti
Fréttir
Í gær

Læknir sviptur starfsleyfi – Sagður hafa lagt sjúklinga í hættu

Læknir sviptur starfsleyfi – Sagður hafa lagt sjúklinga í hættu
Fréttir
Í gær

Myndir og myndband af arabískum mönnum á Íslandi í dreifingu – Einn virðist veifa hríðskota- og skammbyssu – Þrír handteknir vegna málsins

Myndir og myndband af arabískum mönnum á Íslandi í dreifingu – Einn virðist veifa hríðskota- og skammbyssu – Þrír handteknir vegna málsins
Fréttir
Í gær

Strætó ók á rútu við Fjörð

Strætó ók á rútu við Fjörð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir flugöryggi ógnað

Segir flugöryggi ógnað