fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Grunaður um að halda erlendum ferðamanni í gíslingu á Hverfisgötu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 2. maí 2025 07:16

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður um fertugt hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald eftir að hafa verið handtekinn í aðgerðum sérsveitarinnar í gærmorgun.

RÚV greindi frá þessu seint í gærkvöldi en maðurinn er grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann á heimili sínu við Hverfisgötu.

Heimildir RÚV herma að maðurinn hafi verið vopnaður skotvopni og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna.

Maðurinn sem grunaður er um verknaðinn á langan sakaferil að baki, samkvæmt frétt RÚV, og mun stutt vera síðan hann lauk afplánun.

Í frétt Vísis er haft eftir Ásmundi Rúnari Gylfasyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að líðan ferðamannsins sé góð eftir atvikum. Kemur fram í fréttinni að ferðamaðurinn hafi verið hnepptur í gíslingu aðfaranótt fimmtudags og verið í haldi í nokkrar klukkustundir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“