RÚV greindi frá þessu seint í gærkvöldi en maðurinn er grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann á heimili sínu við Hverfisgötu.
Heimildir RÚV herma að maðurinn hafi verið vopnaður skotvopni og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna.
Maðurinn sem grunaður er um verknaðinn á langan sakaferil að baki, samkvæmt frétt RÚV, og mun stutt vera síðan hann lauk afplánun.
Í frétt Vísis er haft eftir Ásmundi Rúnari Gylfasyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að líðan ferðamannsins sé góð eftir atvikum. Kemur fram í fréttinni að ferðamaðurinn hafi verið hnepptur í gíslingu aðfaranótt fimmtudags og verið í haldi í nokkrar klukkustundir.