fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fréttir

Grunaður um að halda erlendum ferðamanni í gíslingu á Hverfisgötu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 2. maí 2025 07:16

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður um fertugt hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald eftir að hafa verið handtekinn í aðgerðum sérsveitarinnar í gærmorgun.

RÚV greindi frá þessu seint í gærkvöldi en maðurinn er grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann á heimili sínu við Hverfisgötu.

Heimildir RÚV herma að maðurinn hafi verið vopnaður skotvopni og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna.

Maðurinn sem grunaður er um verknaðinn á langan sakaferil að baki, samkvæmt frétt RÚV, og mun stutt vera síðan hann lauk afplánun.

Í frétt Vísis er haft eftir Ásmundi Rúnari Gylfasyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að líðan ferðamannsins sé góð eftir atvikum. Kemur fram í fréttinni að ferðamaðurinn hafi verið hnepptur í gíslingu aðfaranótt fimmtudags og verið í haldi í nokkrar klukkustundir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin
Fréttir
Í gær

Börn á Egilsstöðum biðja um meiri ró – „Hvetja fólk til hæglætis og rólegheita“

Börn á Egilsstöðum biðja um meiri ró – „Hvetja fólk til hæglætis og rólegheita“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Diljá Mist skýtur á Flokk fólksins og segir lítið heyrast frá honum í þessu máli

Diljá Mist skýtur á Flokk fólksins og segir lítið heyrast frá honum í þessu máli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknar biðla til Borgnesinga – „Vinsamlegast ekki eyða læknatímanum ykkar í að ræða skipulag eða stjórnmál“

Læknar biðla til Borgnesinga – „Vinsamlegast ekki eyða læknatímanum ykkar í að ræða skipulag eða stjórnmál“