fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Reykjavík stendur sig best í uppbyggingu félagslegra íbúða

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 29. apríl 2025 16:30

Nærri 5 prósent af íbúðum eru félagslegar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavíkurborg stendur sig langbest þegar kemur að uppbyggingu félagslegra íbúða, ef frá eru talin tvö lítil sveitarfélög á landsbyggðinni. Nærri 5 prósent af fullbúnum íbúðum eru félagslegar leiguíbúðir.

Þetta kemur fram í svari Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, við fyrirspurn Dags B. Eggertssonar, þingmanns Samfylkingar og fyrrverandi borgarstjóra.

Á höfuðborgarsvæðinu er uppbygging félagslegra leiguíbúða langsamlega mest í Reykjavík. Það er 20,7 á hverja 1000 íbúa. Í Kópavogi er hlutfallið 11,3, í Hafnarfirði 8,9, í Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi 3,1 og aðeins 2,2 í Garðabæ.

Í Reykjavík eru 2.870 félagslegar leiguíbúðir eða 4,9 prósent af fullbúnum íbúðum. Til samanburðar eru aðeins 44 slíkar íbúðir í Garðabæ og hlutfallið 0,6 prósent.

Skagaströnd á toppnum

Skagaströnd er það sveitarfélag sem hefur hlutfallslega flestar félagslegar leiguíbúðir, eða 15 talsins sem gera 7 prósent af öllum íbúðum á staðnum. Þar á eftir kemur Súðavík með 5,4 prósent.

Í Reykjanesbæ er hlutfallið 2,6 prósent, á Akureyri 3,4 prósent, á Akranesi 1,1 prósent og í Árborg aðeins 0,3 prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Í gær

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur krefst formlega skýringa á bensínverði – „Neytendur eiga rétt á skýrum svörum“

Vilhjálmur krefst formlega skýringa á bensínverði – „Neytendur eiga rétt á skýrum svörum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“