fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Fréttir

Flugmaður fékk fyrir hjartað í háloftunum nálægt Íslandi – Neyðarlending gerð

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 16. apríl 2025 10:30

Vélin var á leið frá Amsterdam til Newark.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Farþegaþota þurfti að gera neyðarlendingu eftir að flugmaður fékk fyrir hjartað yfir Íslandi. Þotunni var lent í Dublin.

Flugvefurinn Simple Flying greinir frá þessu.

Boeing 777-200 vél flugfélagsins United Airlines var á leið frá Amsterdam í Hollandi til Newark í Bandaríkjunum í gær þegar atvikið kom upp. Vélin var nálægt Íslandi þegar flugmaður fékk skyndilega verk fyrir hjartað.

Í stað þess að lenda í Keflavík var hins vegar ákveðið að lenda í Dublin í Írlandi. Kemur fram að lendingin gekk vel og var flugstjóranum komið á sjúkrahús. Ekki kemur fram hvernig líðan hans sé.

Vélin var í Dublin í um eina og hálfa klukkustund en var síðan flogið áfram til Newark þegar búið var að fylla í skarð flugmannsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Frumvarpið þrefaldi ferðakostnað venjulegs rafbíls – „Þetta eru kolröng skilaboð út í samfélagið“

Frumvarpið þrefaldi ferðakostnað venjulegs rafbíls – „Þetta eru kolröng skilaboð út í samfélagið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerir stólpagrín að samningi ríkislögreglustjóra og Intru – „Ég skrifa 4 tíma neyðarútkall á þetta“

Gerir stólpagrín að samningi ríkislögreglustjóra og Intru – „Ég skrifa 4 tíma neyðarútkall á þetta“