fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Fréttir

Umdeildur fyrirlesari á leið til Íslands – „Einn versti zíonistinn á netinu“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 9. apríl 2025 12:30

Koma Saad hefur verið gagnrýnd á samfélagsmiðlum. Mynd/Harpa

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auglýstur hefur verið fyrirlestur með manni að nafni Gad Saad í Hörpu í júní. Saad er afar umdeildur fræðimaður og er einn af helstu áhrifavöldum Elon Musk.

Saad er kanadískur þróunarsálfræðingur, líbanskur gyðingur að uppruna, með doktorsgráðu frá Cornell háskóla. Hann starfar við Concordia háskóla í Montreal. Í auglýsingu viðburðarins segir að hann hafi á ferli sínum rannsakað þróunarlegar skýringar mannlegrar hegðunar, svo sem neytendahegðunar.

„Í rannsóknum sínum fer dr. Saad ítarlega ofan í saumana á þeim líffræðilegu þáttum sem móta mannlegar athafnir og samfélagslega strauma. Í bókinni The Parasitic Mind og fjölda ritrýndra greina hefur hann greint flókin viðfangsefni af skarpskyggni með vel rökstuddri sýn sem byggir á sönnunargögnum,“ segir í auglýsingunni.

Kemur fram að áhrif Saad á alþjóðavettvangi hafi farið vaxandi. Hann hafi orðið áberandi persóna með þátttöku í þáttum og hlaðvörpum, svo sem með Joe Rogan og Elon Musk. Þá heldur hann út sínu eigin hlaðvarpi, The Saad Truth, þar sem hann fjallar um þjóðfélagsleg málefni.

Samúð sé að drepa Vesturlönd

Sú hugmynd sem Saad er hvað þekktastur fyrir, og menn eins og Elon Musk hafa tekið upp, er að samúð með öðru fólki sé að drepa Vesturlönd. Svokölluð „sjálfseyðingar samúð.“ Það er að samfélagið hrörni og deyi þegar það skipti meira máli að sýna samúð og umburðarlyndi en að hugsa um eigin hagsmuni og leiðir til að lifa af.

Þessar kenningar eru byrjaðar að hafa bein áhrif í Bandaríkjunum í gegnum menn eins og Elon Musk sem hefur eyra Donald Trump forseta. Til dæmis með niðurlagningar þróunaraðstoðar Bandaríkjanna.

Sagði Kamölu Harris níðing

En Saad hefur einnig komist í fréttir fyrir ýmis vafasöm ummæli. Meðal annars fyrir að hafa kallað Kamölu Harris, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, níðing og heilalausan kommúnista. Hann hefur einn haft umdeildar skoðanir á til dæmis konum, transfólki og múslimum.

„Einn versti zíonistinn á netinu“

Koma hans hefur ekki farið fram hjá Íslendingum. Meðal annars þeim sem hafa talað fyrir hagsmunum Palestínumanna.

„Ætla rétt að vona að þetta floppi. Gad Saad er einn versti zíonistinn á netinu,“ segir ein kona á samfélagsmiðlum í umræðum um viðburðinn.

„Þetta er síonisti og hálfviti, en auk þess rasisti gagnvart svörtu fólki, innflytjendum almennt og hatar konur,“ segir upphafsmaður umræðunnar. „Sem sagt maður sem margir vilja hlusta á hér, sama fólk og fór á Jordan Peterson. Nema þessi er reyndar helmingi verri en JP og er þá mikið sagt.“

Það virðist vera rétt hjá honum því í umræðum á síðu viðburðar Jordan Peterson á Íslandi er áhugafólk hvatt til að mæta einnig á fyrirlestur Gad Saad.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hafnar gæsluvarðhaldi yfir manni sem ók stolnum bíl um flugbrautirnar – Flúði lögreglu á ofsahraða með reipi um hálsinn

Hafnar gæsluvarðhaldi yfir manni sem ók stolnum bíl um flugbrautirnar – Flúði lögreglu á ofsahraða með reipi um hálsinn
Fréttir
Í gær

Ráðgjafi í innsta hring Biden átti að fá bónus ef hann yrði endurkjörinn – Mögulegur hvati til að hylma yfir veikindi forsetans

Ráðgjafi í innsta hring Biden átti að fá bónus ef hann yrði endurkjörinn – Mögulegur hvati til að hylma yfir veikindi forsetans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður lést við Breiðamerkurjökul

Ferðamaður lést við Breiðamerkurjökul
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjartsýnn fyrir Þjóðhátíð í Eyjum – „Hér er auðvitað allra veðra von en það verður gott partý“

Bjartsýnn fyrir Þjóðhátíð í Eyjum – „Hér er auðvitað allra veðra von en það verður gott partý“