fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

„Þetta er ein af verstu sviðsmyndunum sem við vorum búin að teikna upp“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 1. apríl 2025 10:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldgos hófst á Sundhnúkagígsröðinni um klukkan 09:45 í morgun en sprungan opnaðist suðaustur af Þorbirni. Sprungan teygði sig hratt til suðurs og rétt fyrir klukkan 10 opnaðist sprungan innan við varnargarðinn fyrir ofan Grindavík.

Neyðarstig almannavarna var virkjað þegar eldgosið hófst og sagði Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, að allir þeir sem enn dvelja í Grindavík til að yfirgefa bæinn strax.

Runólfur Þórhallsson, deildarstjóri almannavarna, sagði í beinni útsendingu hjá Rás 2 að atburðarásin væri að gerast mjög hratt núna. „Ég vil ítreka það til allra þeirra sem eru í Grindavík núna að yfirgefa bæinn strax,“ sagði hann.

Kvikugangurinn virðist vera um ellefu kílómetrar og þegar Runólfur var spurður að því hvort mögulega myndi gjósa inni í bænum sagði hann:

„Þessum fyrstu fösum í eldgosi fylgir gríðarleg óvissa og það er okkar fyrsta verkefni að ná sem bestu mögulegri stöðumynd þannig að óvissan er mjög mikil. Ég ítreka að við erum komin á neyðarstig og allir sem eru þarna þurfa að hugsa um eigið öryggi,“ sagði hann.

Hraunið er komið inn fyrir varnargarðinn og segir Runólfur að það séu ekki góð tíðindi.

„Þetta er ein af verstu sviðsmyndunum sem við vorum búin að teikna upp að þetta gæti gerst svona. Hraunið er að byrja að renna þarna og við sáum í fyrri atburðum að það opnaðist nær bænum. Þannig að ég ítreka að við erum í mikilli óvissu,“ sagði Runólfur og bætti við að um væri að ræða atburði sem gætu orðið mun stærri en fyrri atburðir.

Aðspurður hvort til greina kæmi að freista þess að ryðja upp varnargörðum sagði Runólfur að teymið sem sér um varnargarðana hefði verið virkja í morgun og það sé að setja allt sitt viðbragð af stað. Þá sé búið að virkja hraunkælingarteymi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Fréttir
Í gær

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu