fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Óttast að kvika flæði í sprungum undir Grindavík og komi upp þar

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 1. apríl 2025 12:49

Benedikt Ófeigsson. Mynd/Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Ófeigsson, sviðsstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, segir að mögulega muni kvika renna í sprungum undir Grindavík og koma upp þar.

Þetta sagði Benedikt í aukafréttatíma RÚV.

Eins og greint var frá í morgun opnaðist sprunga sunnan við varnargarðana fyrir ofan Grindavík en flæði úr henni er tiltölulega lítið. „Hún er ekki stór en hún er örlítið að lengjast í áttina að Grindavík, ég held það séu 500 metrar í nyrstu húsin.“

Benedikt sagði að möguleiki væri á að kvika myndi renna ofanjarðar í átt að bænum en vísindamenn hafa einnig áhyggjur af öðru.

„Það getur komið hraunflæði, ef það er nógu langvinnt, inn í bæinn en líka er möguleikinn á því að það eru miklar sprungur undir Grindavík og við höfum áhyggjur af því að kvika flæði ofan í sprungunum og upp einhvers staðar innan bæjarins, það er möguleiki. Við getum ekki útilokað það, það er kannski aðaláhyggjuefnið frekar en að hún lengist mikið,“ sagði Benedikt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Réðst á ræðismann við störf á Íslandi – „Ég ætla að drepa ykkur öll“

Réðst á ræðismann við störf á Íslandi – „Ég ætla að drepa ykkur öll“
Fréttir
Í gær

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“
Fréttir
Í gær

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla
Fréttir
Í gær

Maður sogaðist inn í þotuhreyfil í Mílanó – Miklar raskanir á flugi

Maður sogaðist inn í þotuhreyfil í Mílanó – Miklar raskanir á flugi
Fréttir
Í gær

Viðbrögð við vafasömu Íslandsmeti stjórnarandstöðunnar – „Orðið tímabært að ríkisstjórnin bindi enda á þennan skrípaleik“

Viðbrögð við vafasömu Íslandsmeti stjórnarandstöðunnar – „Orðið tímabært að ríkisstjórnin bindi enda á þennan skrípaleik“